fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Banvæn kínversk fuglaflensa gæti orðið að alheimsfaraldri – Óttast nýframkominn sýkil sem gæti orðið eins banvænn og spænska veikin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júní 2018 07:15

H5N1 fuglaflensuveiran. Mynd:Wikimedia Commons/Cynthia Goldsmith

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt afbrigði fuglaflensu er að mati breska aðstoðarlandlæknisins, Jonathan Van-Tam, líklegasta flensan til að verða að alheimsfaraldri. 38 prósent þeirra sem smitast af þessu afbrigði fuglaflensu láta lífið.

Van-Tam ber ábyrgð á undirbúningi neyðaraðgerða og aðgerða gegn alheimsfaröldrum á vegum landlæknisembættisins. The Daily Telegraph hefur eftir honum að vírusinn sem um ræðir sé H7N9 sem finnst í alifuglum í Kína. Van-Tam sagði að þessi vírus væri sá sem hann og fleiri hefðu mestar áhyggjur af.

„H7N9 er dæmi um enn einn vírusinn sem hefur sýnt að hann getur borist úr fuglum í menn. Það er líklegt að hann geti valdið næsta heimsfaraldri.“

Sagði Van-Tam.

Vísindamenn um allan heim eru nú þegar á varðbergi vegna veiki sem alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur nefnt „disease x“ (sjúkdómur x) en um er að ræða nýframkominn sýkil sem gæti reynst eins banvænn og spænska veikin svokallaða sem varð 50 til 100 milljón manns að bana fyrir öld.

Vitað er að 1.625 manns hafa smitast af H7N9 í Kína fram að þessu. 623 eru látnir. Flestir hinna smituðu voru í miklu návígi við alifugla eða fuglamarkaði.

Ekki er vitað hversu lengi vírusinn hefur verið til staðar í fuglum en hann greindist fyrst í fólki 2013. Fuglar eru að jafnaði einkennalausir þótt þeir séu með vírusinn en fólk verður mjög veikt og eins og fyrr sagði er dánarhlutfallið um 38 prósent. H7N9 er náskyldur H5N1 fuglaflensunni sem barst í menn 2003.

Vírusinn getur ekki enn smitast á milli manna en tilraunir á dýrum hafa sýnt að hann er aðeins þremur stökkbreytingum frá að geta það. Einkenni smits eru hár hiti, hósti, öndunarörðugleikar og alvarleg lugnabólga.

John Oxford, prófessor í veirufræði við Queen Mary háskólann í Lundúnum, sagði að það væri alltaf hætta á að fuglaflensur yrðu að alheimsfaraldri og þetta nýja afbrigði væri áhyggjuefni. Hann sagði að H5N1 hafi haft 19 ár til að verða að alheimsfaraldri en svo virðist sem það muni ekki gerast. H7N9 sé yngri og öflugari vírus sem bíði nú eftir sínu tækifæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin