fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

NASA hefur misst samband við Marsbílinn Opportunity – Mesti sandstormurinn á Mars í 15 ár

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 08:22

Opportunity. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur misst allt samband við Marsbílinn Opportunity sem hefur verið á Mars síðan 2004. Gríðarlegur sandstormur geisar nú á Mars eða sá stærsti í 15 ár. Hann þekur fjórðung plánetunnar og í miðju stormsins er lítill bíll frá NASA. Sambandið rofnaði um síðustu helgi og hefur ekki náðst aftur.

Opportunity setti neyðarkerfi í gang og slökkti á sér þar sem hann fær ekki næga sólarbirtu til að geta knúið öll kerfi bílsins. Ef allt fer eftir áætlun þá á Opportunity nú að hafa kveikt á klukku sem vekur hann reglulega til að kanna hvort veðrið sé orðið skárra. Vonir standa auðvitað til að hann vakni en starfsmenn NASA óttast þó að hann muni ekki vakna.

Opportunity lenti á Mars í janúar 2004. Reiknað var með að hann yrði nothæfur í 90 daga en það hefur heldur betur teygst á líftíma hans sem er nú orðin rúm 14 ár. Starfsgeta hans er þó aðeins minni en áður, hann getur til dæmis aðeins bakkað núna og málmþreyta er kominn í arminn sem sér um að setja mælitæki niður.

NASA er einnig með annan bíl á Mars, Curiosity, en hann er hinum meginn á plánetunni og því utan við áhrifasvæði stormsins. Hann er heldur ekki háður sólarljósi því hann er kjarnorkuknúinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna