fbpx
Miðvikudagur 21.janúar 2026
Matur

Klístraður sesamkjúklingur

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. janúar 2026 16:20

Ljósmynd: Dan Jones

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt bókaár er hafið og með fyrstu bókum ársins frá Forlaginu er Létt og loftsteikt í Air Fryer Hollir réttir á hálftíma eftir Nathan Anthony. Þýðandi er Nanna Rögnvaldardóttir

Hér heldur metsöluhöfundurinn og samfélagsmiðlastjarnan, Nathan Anthony, áfram að kenna heimiliskokkum að nota lofsteikingarpottinn til að reiða fram girnilegan heimilismat án fyrirhafnar og á örskömmum tíma, en allar uppskriftirnar í bókinni miða við hálftíma eða minna. Hollar og seðjandi uppskriftir gerðar til að spara tíma og fyrirhöfn.

Ljósmyndir: Dan Jones

DV deilir hér einni uppskrift bókarinnar: Klístraður sesamkjúklingur.

Hver skammtur er 509 hitaeiningar.

Uppskrift er fyrir 2.
Undirbúningstími 10 mínútur.
Eldunartími 20 mínútur.

Klístraður hunangskjúklingur stráður sesamfræjum – hann er svo góður og þér finnst líklega að þú sért að sprengja hitaeiningamörk dagsins en sú er alls ekki raunin. Rétturinn er holl og létt útgáfa af vinsælum heimtökumat og er frábær með eggjanúðlum og dálitlu gufusoðnu pak choi-kínakáli.

3–4 msk maísmjöl (gult)

1 tsk hvítlauksflögur

1 tsk laukflögur eða ½ tsk laukduft

1 tsk kínversk fimm krydda blanda (5 spice)

300 g kjúklingabringur, skornar í munnbita

1 egg, slegið

léttur olíuúði

Hunangssósa

1 tsk sesamolía

2 msk sojasósa

3 msk hunang

2 msk sæt chili-sósa

1 tsk hrísgrjónaedik

½ tsk kínversk fimm krydda blanda

2 msk sriracha-sósa

1 msk hvítlauksmauk eða pressaður hvítlaukur

1 msk engifermauk eða rifin engiferrót

Til að strá yfir

1 msk ljós sesamfræ

2 vorlaukar, saxaðir

2 rauð chili-aldin, söxuð smátt

Ljósmynd: Dan Jones

1) Blandaðu maísmjöli og kryddi saman í skál. Veltu kjúklingabitunum upp úr egginu og síðan úr krydduðu maísmjölsblöndunni. Úðaðu vel með olíunni og steiktu í 14 mínútur við 200°C.

2)Blandaðu öllu sem fer í sósuna saman í skál.

3)Þegar kjúklingurinn er tilbúinn, helltu þá sósunni yfir hann og steiktu áfram í 2–3 mínútur, þar til hún þykknar, eða helltu henni í lítinn pott og láttu malla við vægan hita þar til hún er heit í gegn.

4) Berðu réttinn fram með sesamfræjum, söxuðum vorlauk og rauðu chili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
10.07.2025

Hollustudessert Rakelar Maríu – „Ilmurinn, OMG! Vá hvað þetta er gott“

Hollustudessert Rakelar Maríu – „Ilmurinn, OMG! Vá hvað þetta er gott“
Matur
16.06.2025

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með
Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa