Ferskt og sumarlegt maíssalat sem passar einstaklega vel með grillmatnum. Salatið smellpassar einnig á taco og vefjur og svo var ég með það í fertugs afmælinu mínu um daginn á grilluðu snittubrauði sem kom mjög vel út. Skemmtilegt og litríkt á veisluborðið.
Uppskriftin er frá Helgu Möggu fyrir Gott í matinn.
1 skammtur
Næringargildi
Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með.
Næring í 100 g: Kolvetni: 9,7 g – Prótein: 3,8 g – Fita: 4 g – Trefjar: 1 g.
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Maíssalat.