fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Matur

Sumarlegt maíssalat

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 17. júlí 2025 12:26

Mynd: Gott í matinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferskt og sumarlegt maíssalat sem passar einstaklega vel með grillmatnum. Salatið smellpassar einnig á taco og vefjur og svo var ég með það í fertugs afmælinu mínu um daginn á grilluðu snittubrauði sem kom mjög vel út. Skemmtilegt og litríkt á veisluborðið.

Uppskriftin er frá Helgu Möggu fyrir Gott í matinn.

Innihald

1 skammtur

  • 3 stk. ferskir maísstönglar (2-3 stk.)
  • 50 g ostakubbur frá Gott í matinn
  • 120 g sýrður rjómi 10% frá Gott í matinn
  • 1 stk. rauð paprika (185 g)
  • 1 stk. hvítlauksrif
  • safi úr einni límónu ásamt berkinum
  • ferskur kóríander eftir smekk
  • 1 tsk. salt, pipar og chili

Aðferð

  • Leggðu maísinn í volgt vatn í 10 mínútur.
  • Grillið maísinn í 12-15 mínútur og snúið reglulega svo allar hliðar grillist.
  • Leyfið maísinum að kólna og skerið svo af stilknum.
  • Skerið ostakubb og papriku í litla bita.
  • Pressið hvítlauksrifið og blandið svo öllu saman ásamt kóríander.

Næringargildi
Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með.
Næring í 100 g: Kolvetni: 9,7 g – Prótein: 3,8 g – Fita: 4 g – Trefjar: 1 g.
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Maíssalat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
19.01.2025

Draumabitar Láru

Draumabitar Láru
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum