fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Lúxus súkkulaðikaka með söxuðu súkkulaði & hnetusmjörskremi

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 17. september 2023 10:00

Mynd; Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi kaka er algjörlega stórkostleg og tekur ekki langan tíma að gera. Kakan sjálf er alveg lungamjúk með góðu súkkulaðibragði og kremið er létt með áberandi keim af hnetusmjörinu. Þessa verðið þið bara að prófa en passið ykkur, hún er fljót að klárast!

Hráefni

Kaka

  • 175 g Hveiti
  • 130 g Púðursykur
  • 3 msk Kakó
  • 1 tsk Lyftiduft
  • 0.5 tsk Matarsódi
  • 0.5 tsk Salt
  • 1 dl Súrmjólk
  • 120 ml Nýmjólk
  • 1 tsk Vanilludropar
  • 1 ml Ólífuolía
  • 1 Egg
  • 65 g Saxað suðusúkkulaði

Hnetusmjörskrem

  • 100 g Mjúkt smjör
  • 140 g Hnetusmjör
  • 120 g Flórsykur
  • 0.25 tsk Salt
  • 1 tsk Vanilludropar
  • 2 msk Nýmjólk

Leiðbeiningar

  1. Hitið ofninn í 175°C blástur.
  2. Setjið öll þurrefni saman í skál og hrærið í með sleif. Setið þá súrmjólk, nýmjólk, vanilludropa, olíu og egg saman við og hrærið þar til deigið er slétt og samfellt. Bætið þá söxuðu súkkulaðinu saman við.
  3. Smyrjið eða klæðið með bökunarpappír, ferkantað 20x20cm form eða 22 cm hringlaga form. Hellið deiginu út í og bakið í 20-25 mín ca. Fer eftir ofnum en kakan er tilbúin þegar prjóni sem stungið er í hana kemur hreinn út.
  4. Kælið kökuna alveg.
  5. Útbúið kremið og smyrjið á kalda kökuna. Stráið söxuðu suðusúkkulaði yfir kremið og jafnvel salthnetum ef þið eigið þær til.

Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, sniðugt ekki satt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum