fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Matur

Álftaneskaffi hætti rekstri

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Álftaneskaffi, kaffi- og veitingahúsið vinsæla mun loka dyrum sínum í hinsta sinn þann 14. júlí næstkomandi. Í tilkynningu frá eigendum kaffihússins, hjónunum Skúla Guðbjarn­ar­syni og Sigrúnu Jó­hanns­dóttur, sem hafa staðið að rekstrinum undanfarin átta ár, á Facebook-síðu fyrirtækisins kemur fram að lokunin sé í góðri samvinnu við bæjaryfirvöld. Mbl.is greindi fyrst frá.

„Þetta er búið að vera einstaklega skemmtilegur tími með ykkur, kæru viðskiptavinir,“ segja hjónin og þakka fyrir allar góðu stundirnar.

Kaffihúsið var rómað fyrir pizzur og heimagert bakkelsi sem margir munu sakna, ekki bara íbúar Álftanes, því gestir kaffihússins komu víða að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar