fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Matur

Dásamlega ljúffengir lakkrískubbar sem eiga vel við fyrir súkkulaði hátíðina

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 26. mars 2023 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú styttist óðum í súkkulaði hátíðina góðu, páskana og þá er lag að byrja að vera með uppskriftir sem eiga vel við um páskahátíðina. Lakkrís er líka afar vinsæll hér á landi og alls konar súkkulaði með lakkrís. Hér er ein fullkomin uppskrift fyrir súkkulaði og lakkrís aðdáendur sem er dásamlega góð. Sú sem á þessa dásamlegu ljúffengu uppskrift af heimsins bestu lakkrískubbum með döðlum er engin önnur en Berglind Guðmundsdóttir köku- og matarbloggari hjá Gulur, rauður, grænn & salt. Berglind er þekkt fyrir að töfrar fram sælkera kökur og kræsingar sem fáir geta staðist og það má með sanni segja um þessa lakkrískubba. Berglindi er margt til lista lagt og leggur hún mikla áherslu að matur eigi að vera góður fyrir sálina og gleðja okkur.

Lakkrískubbar
500 g döðlur saxaðar smátt
250 g smjör
120 g púðursykur
5-6 bollar Rice Krispies
400 g rjómasúkkulaði
2 pokar lakkrískurl

Döðlur og smjör brætt saman í potti. Púðursykurinn er bræddur með þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar. Blandið Rice Krispies og lakkrískurli saman við og setjið í form í frysti í 10 mínútur. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið yfir rice crispiesblönduna og frystið í u.þ.b. 30 mínútur. Skerið í bita og berið fram á fallegan hátt og njótið.

Gaman að bera fallega fram, til dæmis á háum kökudiski og leyfa bitunum að njóta sín til fulls og skreyta með ferskum blómum.

*Allt hráefnið fæst í Bónus

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“