fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Matur

Einn ástsælasti veitingastaður landsins opnar að nýju – viðskiptavinum sínum til mikillar gleði

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 9. janúar 2023 15:22

Fegðarnir á veitingastaðnum Laug-Ási hafa ákveðið að opna að nýju en viðskiptavinir staðarins voru harmi slegnir þegar loka átti staðnum alfarið fyrir jól. MYND/AÐEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsmenn voru harmi slegnir þegar veitingastaðurinn Lauga-Ás tilkynnti fyrirhugaða lokun fyrir jól enda einn ástsælasti veitingastaður landsins og einnig einn sá elsti.

Viðskiptavinir voru kvaddir með pomp og prakt og feðgarnir þeir Ragnar Kr. Guðmundsson og Guðmundur Kristján Ragnarsson, ætluðu að fara á ný mið og láta þetta gott heita.

Þær fréttir voru hins vegar að berast að Lauga-Ás verði opnaður á ný í næstu viku. Í viðtali við Vísi segir Guðmundur frá því að viðbrögð almennings við lokun staðarins hafi komið þeim feðgum í opna skjöldu. Þeir hafi því snúið til baka

Staðurinn verður opnaður á ný í næstu viku og mun allur ágóði renna til Neistans – styrktarfélags hjartveikra barna.

Í framhaldinu stendur til að hafa staðinn opinn á miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og svo hálfan laugardag.

Nú geta því fastagestir tekið gleðin sína ný og heimsótt uppáhalds veitingastaðinn sinn sem hefur verið fastur liður í lífi þeirra í áranna rás.

Hægt er að sjá tilkynning Neistans um opnunina hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“