fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Matur

Bleiku kerrurnar í Bónus fanga augað

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 28. janúar 2023 10:52

Bleikur kerrurnar í Bónus koma til með að gleðja viðskiptavini Bónus með sínum fallega lit og áferð. MYND/BÓNUS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bleiki liturinn fær að njóta sín í nýrri gerð af Bónus kerrum. Nýju kerrurnar eru í bleikum lit og munu leysa eldri kerrurnar gulu af hólmi í nokkrum verslunum Bónus, þó munu þær gulu ekki hverfa á braut enda góðar þegar stórra kerru vantar.

,,Það eru komnar 580 bleikar kerrur til landsins. Þessar kerrur fara ekki strax í allar verslanir en eru teknar inn í nokkrar vel valdar. Þessar kerrur eru aðeins minni en þessar gulu sem við eigum að venjast og eru einnig með hærri botn og því betra að setja vörur og taka vörur upp úr kerrunni. Þetta eru mjög meðfærilegar og þægilegar kerrur og við höfum trú á að viðskiptavinum okkar muni líka þær vel auk þess sem bleiki liturinn er býsna skemmtilegur,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus.

Kerrurnar bleiku eru úr ryðfríu stáli og eiga því ekki að ryðga þótt þær standi úti í alls kyns veðrum. Þær taka 80 lítra og eru með 4 tommu dekkjum.

Nú er bara að velja hvaða karfa hentar í næstu verslunarferð í Bónus.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“