fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Matur

Þessi kaldi kaffigrautur er algjör negla

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 23. janúar 2023 12:37

Berglind Hreiðars köku- og matarbloggari með meiru á heiðurinn af þessum kalda hafragrauti sem hún kallar kaffigrautur og er að hennar sögn algjör negla. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferðinni kaldur hafragrautur fyrir kaffiunnendur úr smiðju Berglindar Hreiðars köku- og matarbloggara með meiru sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar.

„Ég er ekki mikið fyrir heitan hafragraut þó ég þræli honum alveg í mig annað slagið en það er allt aðra sögu að segja af köldum slíkum. Ég elska nefnilega kalda hafragrauta með góðum toppi. Þessi hérna er algjör negla og kaffikeimurinn í honum skemmtileg tilbreyting,“ segir Berglind alsæl með sinn drykk.

Kaffigrautur

1 glas/krús

Kaldur hafragrautur

40 g tröllahafrar

2 tsk. chiafræ

100 ml mjólk að eigin vali

20 ml kaffi (styrkleiki eftir smekk)

2 msk. hrein jógúrt

1 tsk. hunang

Hrærið öllu saman í glasi/krús, plastið og geymið í ísskáp í að minnsta kosti 4 klukkustundir. Hrærið upp í grautnum og setjið lúxus topp ofan á (sjá að neðan).

Toppur

Um ¼ banani (í bitum)

1 tsk. gróft hnetusmjör (þykkt)

Ristaðar kókosflögur

1 tsk. saxað suðusúkkulaði

Smá kakóduft

Þunnt hnetusmjör yfir allt í lokin (gott að nota í flösku sem hægt er að sprauta úr).

Svo er bara að njóta!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
23.01.2025

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins