fbpx
Mánudagur 06.febrúar 2023
Matur

Kjartan súkkulaðigerðarmaður deilir uppskriftinni af sinni uppáhalds Brúnköku

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 4. desember 2022 15:11

Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaðurinn hjá Omnom sviptir hulunni af uppskrift sinni af Brúnkökunni sem hefur fylgt honum síðan hann var barn. MYNDIR/OMNOM.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður hjá súkkulaðigerðinni Omnom kann að njóta aðventunnar og bakar iðulega sínar uppáhalds kökur sem tengjast aðventunni. Hann hefur nú deilt nokkrum af sínum uppáhalds uppskriftum á heimasíðu Omnom sem eiga svo sannarlega eftir að gleðja sælkera sem elska að baka í aðventunni og töfra fram kræsingar sem kitla bragðlaukana og koma með jólailminn í húsið.

„Það er óhætt að segja að aðventan eigi sérstakan stað í hjarta mínu og fyrir mér, eins og mörgum er aðventa skemmtilegri en jólin sjálf. Mig langaði að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds uppskriftum sem ég sjálfur baka og geri fyrir jólin,“ segir Kjartan.

Hér deilum við með ykkur Brúnkökunni hans Kjartans sem er hin klassíska jólaterta sem mörgum finnst koma með jólin.

Brúnkakan hans Kjartans

250 g smjör

400 g púðursykur

4 stk. egg

500 g hveiti

2 tsk. lyftiduft

2 tsk. matarsódi

2 tsk. brúnkökukrydd

2 tsk. kakóduft

150 g mjólk

Krem:

600 g smjör

900 g flórsykur

2 eggjarauður

2-3 tsk. vanilludropar

400 g rabarbarasulta

Hrærið smjör og púðursykur mjög vel í hrærivél. Bætið einu og einu eggi út í og hrærið vel á milli. Sigtið þurrefnin saman við og þynnið með mjólkinni. Hrærið eins lítið og hægt er að komast af með, þannig að deigið verði samfellt. Skiptið deiginu í 4 hluta og setjið á velsmurðar bökunarplötur með pappír , um það bil 2 sentimetrar þykkt. Breiðið það jafnt yfir plöturnar með góðum spaða. Bakið við 180-200° C hita í 10-15 mínútur eða þar til er kominn góður bökunarlitur. Losið strax af plötunni og látið á sykurstráðan pappír. Kælið vel áður en kremið er sett á.

Krem:

Hrærið lint smjörið og flórsykurinn vel saman. Bætið í eggjarauðunum og vanilludropunum og hrærið vel. Smyrjið kreminu jafnt á og leggið næsta ofan á og síðan hvert lagið af öðru. Sumum finnst gott að smyrja sultu á eitt lagið, annað hvort yfir smjörkremið eða að hafa aðeins sultu á einu laginu. Skerið kökuna í 4 hluta og snyrtið hliðarnar. Berið fram eða pakkið í plastfilmu, kakan geymist vel í kælir í 2 vikur eða í frysti í 3 mánuði

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Þessi kaldi kaffigrautur er algjör negla

Þessi kaldi kaffigrautur er algjör negla
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 2 vikum

Landsliðskokkurinn býður upp á ferskan og einfaldan helgarmatseðil

Landsliðskokkurinn býður upp á ferskan og einfaldan helgarmatseðil
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 3 vikum

Anna Sigga býður upp á helgarmatseðilinn sem er hinn ævintýralegasti fyrir bragðlaukana

Anna Sigga býður upp á helgarmatseðilinn sem er hinn ævintýralegasti fyrir bragðlaukana
Matur
Fyrir 3 vikum

Humarsúpan á Bryggjunni í Grindavík slær í gegn á heimsvísu

Humarsúpan á Bryggjunni í Grindavík slær í gegn á heimsvísu