fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Matur

Svona gerir þú appelsínukrans í aðventunni og sötrar á heitu súkkulaði

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 13:46

Í aðventunni getur verið ljúft að fá sér heitt súkkulaði. Hér sviptir teymið í súkkulaðigerðinni Omnom hulunni af sínu uppáhalds heita súkkulaði sem yljar. MYNDIR/OMNOM.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti í aðventu er framundan núna um helgina og þá er lag að eiga ljúfar stundir með sínum uppáhalds og undirbúa jólahátíðina í rólegu afslöppuðu umhverfi. Í súkkulaðigerðinni Omnom eru allir komnir hátíðarskap og byrjað að telja niður í jólin. Súkkulaði ilmurinn kemur með bragðið af jólnum og þar sem kólnað hefur í veðri er ekkert betra en að fá sér heitt súkkulaði til að ylja sér við.

Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og Hanna Eiríksdóttir markaðsstjóri hjá Omnom eru komin í jólagírinn og gefa hér lesendum matarvefs DV.is hugmyndir af því sem hægt er að gera í aðventunni og undirbúa komu jólanna.

Heitt súkkulaði að hætti Omnom

„Aðventan er einstakur tími í okkar huga. Ef það er eitt sem er algjört möst á aðventunni þá er það gott heitt súkkulaði. Hér fyrir neðan er uppáhalds uppskriftin okkar,“ segir Kjartans og veit fátt betra en að fá sér heitt súkkulaði og ylja sér á köldum vetrardögum.

Omnom heitt súkkulaði 

250 g mjólk að eigin vali

30 g súkkulaði, við mælum með Tanzanía 70% (Hálf súkkulaðiplata)

Hitið mjólkina varlega að suðu. Saxið súkkulaðið fínt og setjið í blender skál. Hellið heitri mjólk yfir og leyfið að standa í 20 sekúndur. Blandið saman í blender í 10 sekúndur. Einnig er hægt að búa til súkkulaðið í potti. Berið fram með þeyttum rjóma og rífið súkkulaði yfir eftir smekk.

Sítrusávextir koma með jólin

„Við erum búin að vera smá heltekin af appelsínukrönsum, þeir koma ekkert smá vel út, hvort sem á borði eða í glugga,” segir Hanna Eiríksdóttir, markaðsstjóri Omnom.

Hér eru einfaldar leiðbeiningar svo að þú getir búið til þinn eigin appelsínu/sítruskrans – Appelsínukrans 

Það sem þú þarft í kransagerðina:

Kransahring, vír, skæri, þurrkaða sítrusávexti og greni eða greinar eftir smekk ásamt öðru skrauti sem þig langar að skreyta með.

 1. Gott er að byrja á því að kaupa appelsínu, sítrónur, greip (þetta kemur sérstaklega vel út), og jafnvel lime og skera niður í eins þunnar sneiðar og mögulegt er. Stundum er gott að nota brauðhníf í þetta.
 2. Þurrka eins mikinn safa of hægt er með pappír eða viskustykki.
 3. Leggja sítrusávexti á bökunapappír og ofan á grind, ekki plötu
 4. Stilla ofninn á 110°C gráður.
 5. Baka á einni hlið í klukkustund, snúa þeim svo við og baka í annan klukkutíma. Það er mikilvægt að fylgjast vel með þeim á þessum tíma. Einnig er hægt að baka þær á lægri hita, td 60-90 í svona fjóra tíma. Milvægt er að fygjast vel með ávöxtum og taka út eftir hentusemi enda ávextirnir misfljótir að bakast.
 6. Taka ávexti út úr ofninum og leyfa þeim að kólna.
 7.  Veldu þér kransahring í þeirri stærð sem þú villt hafa kransinn þinn.
 8. Komdu þér vel fyrir á uppáhaldsstaðnum þínum með góðan drykk og gotterí við hönd.
 9. Klipptu greinarnar niður í þá lengd sem þú vilt, það er fallegt að hafa þær mislangar.
 10. Raðaðu nokkrum greinum saman í lítið búnt og settu á hringin þannig að þær feli hann og vefðu þétt með vírnum. Endurtaktu þetta svo allan hringinn. Best er að gera þetta án þess að klippa vírinn. Þegar allur hringinn er hulinn greinum er vírinn klipptur og festur.
 11. Gott er að gera lykkju á enda vírsins til að hengja kransinn upp.
 12. Taktu svo vír og klipptu niður í búta, sirka 4-5 sm, stingdu báðum endum vírsins í gegnum appelsínusneið og festu við greinina með því að snúa upp á vírinn. Hægt er að bæta við kanilstöngum, þurrkuðum blómum, jólakúlum eða hverju sem þér dettur í hug.
 13. Til að festa skraut á kransinn er einnig hægt að notast við blómaleir, blómalím eða límbyssu, allt eftir því hvað þér finnst best.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Rekstur The Deli settur á sölu

Rekstur The Deli settur á sölu
Matur
Fyrir 1 viku

Ketóhornið: Ekta kjarngóð súpa sem yljar á vetrarkvöldum

Ketóhornið: Ekta kjarngóð súpa sem yljar á vetrarkvöldum
Matur
Fyrir 2 vikum

Jólasamlokurnar komnar á Lemon

Jólasamlokurnar komnar á Lemon
Matur
Fyrir 2 vikum

Klassískur bröns með nýstárlegu ívafi alla laugardaga á þakbarnum

Klassískur bröns með nýstárlegu ívafi alla laugardaga á þakbarnum
Matur
Fyrir 3 vikum

Kallar óánægða viðskiptavini rasista og lygara – „Þú veist ekkert um gríska menningu, aldrei koma aftur“

Kallar óánægða viðskiptavini rasista og lygara – „Þú veist ekkert um gríska menningu, aldrei koma aftur“
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 3 vikum

Eyþór býður upp á syndsamlega góðan sælkerahelgarmatseðil sem steinliggur

Eyþór býður upp á syndsamlega góðan sælkerahelgarmatseðil sem steinliggur
Matur
Fyrir 3 vikum

Nýkrýndir sigurvegara fyrir Eftirrétt ársins og Konfektmola ársins 2022

Nýkrýndir sigurvegara fyrir Eftirrétt ársins og Konfektmola ársins 2022
HelgarmatseðillMatur
04.11.2022

Helgarmatseðillinn í boðið Söfu sveipaður töfrum fyrir bragðlaukana

Helgarmatseðillinn í boðið Söfu sveipaður töfrum fyrir bragðlaukana
Matur
02.11.2022

Brönsklúbburinn fyrir þær sem elska að lifa og njóta

Brönsklúbburinn fyrir þær sem elska að lifa og njóta