fbpx
Þriðjudagur 29.nóvember 2022
Matur

Solla Eiríks og Lára blésu til útgáfuhófs í Betri stofunni

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 19. nóvember 2022 16:00

Lára. G. Sigurðardóttir læknir og matgæðingurinn Solla Eirks blésu til útgáfuhófs í Betri stofunni í Hafnarfirði og fögnuðu útgáfu bókarinnar Húðbókin. DV/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matgæðingurinn og heilsugúrúinn Solla Eiríks og læknirinn Lára. G. Sigurðardóttir blésu til útgáfuhófs í Betri stofunni í Firði í Hafnarfirði í tilefni útgáfu fyrstu bókarinnar sem þær gefa út saman. Bókin ber yfirskriftina Húðbókin þar sem þær stöllur leiða saman krafta sína.

Húðbókin er fyrsta bókin Solla Eiríks og Lára skrifa saman. Bókin hefur að geyma allt það sem þarf til að viðhalda heilbrigði og ljóma húðarinnar. Margt var um manninn og voru bækurnar uppseldar áður en hófinu lauk.

Húðbókin inniheldur viðamikinn fróðleik um húðina og uppskriftir til að sjá húðinni fyrir þeim næringarefnum sem hún þarf til endurnýjunar. Þar að auki er hún fallega myndskreytt. Það er Hildur Ársælsdóttir, dóttir Sollu, sem tekur ljósmyndirnar í bókinni.

Gestir fengu að smakka rétti úr bókinni sem Solla töfraði fram og Lára útbjó silkimjúkt krem sem gestir fengu prufu af. Kremið mýkir meðal annars þurrarhúð á höndum og fótum en uppskrift að því er einnig að finna í bókinni

Bókin er búin að vera á fjórða ár í vinnslu og eru höfundarnir alsælir með útkomuna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Klassískur bröns með nýstárlegu ívafi alla laugardaga á þakbarnum

Klassískur bröns með nýstárlegu ívafi alla laugardaga á þakbarnum
Matur
Fyrir 1 viku

Margir mæra Lauga-Ás sem lokar bráðum fyrir fullt og allt

Margir mæra Lauga-Ás sem lokar bráðum fyrir fullt og allt
Matur
Fyrir 1 viku

Kallar óánægða viðskiptavini rasista og lygara – „Þú veist ekkert um gríska menningu, aldrei koma aftur“

Kallar óánægða viðskiptavini rasista og lygara – „Þú veist ekkert um gríska menningu, aldrei koma aftur“
Matur
Fyrir 2 vikum

Sjóðheitur og nýr neðanjarðar næturklúbbur opnaði í gærkvöldi

Sjóðheitur og nýr neðanjarðar næturklúbbur opnaði í gærkvöldi
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 2 vikum

Eyþór býður upp á syndsamlega góðan sælkerahelgarmatseðil sem steinliggur

Eyþór býður upp á syndsamlega góðan sælkerahelgarmatseðil sem steinliggur
Matur
Fyrir 3 vikum

Brönsklúbburinn fyrir þær sem elska að lifa og njóta

Brönsklúbburinn fyrir þær sem elska að lifa og njóta
Matur
Fyrir 4 vikum

Dásamlegar kotasælubollur sem eru unaðslega góðar heitar með smjöri

Dásamlegar kotasælubollur sem eru unaðslega góðar heitar með smjöri
Matur
21.10.2022

Varúlfurinn ógurlegi í Svartaskógi er kominn aftur

Varúlfurinn ógurlegi í Svartaskógi er kominn aftur
Matur
20.10.2022

Ekkert lát á vinsældum laufabrauðsins

Ekkert lát á vinsældum laufabrauðsins