fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Matur

Nýju Qu­ality Street-molarnir slá ekki í gegn hjá öllum

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 6. október 2022 18:06

Quality Street-molarnir eiga sér langa sögu og hafa örugglega verið með vinsælasta sælgætinu um hátíðar á mörgum íslenskum heimilum gegnum tíðina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vana­fastir að­dá­endur Qu­ality Street-molanna eiga það til að láta í sér heyra þegar breytingar verða á þeim. Eins og fram kemur á vef Fréttablaðsins þá hefur Qu­ality Street kynnt til sögunnar nýjar um­búðir utan um sæl­gætið en mark­miðið er að gera þær eins um­hverfis­vænar og hægt er.

Hingað til hafa um­búðirnar verið úr skrjáfandi plasti sem skapar þannig eftir­væntingu að munn­vatns­kirtlarnir fara í yfir­vinnu. En nú verður plastinu skipt út fyrir um­hverfis­vænan og endur­nýtan­legan pappír sem hljómar vel í eyrum þeirra sem vilja um­hverfinu allt það besta.

Engar breytingar verða gerðar á tveimur molum sem þegar eru í endur­vinnan­legum um­búðum. Þetta eru Green Triang­le og Orange Chocolate Crunch.

Í frétt Mail On­line kemur fram að ekki séu allir á eitt sáttir við þessa breytingu þó hún skipti væntan­lega fæsta mjög miklu máli. Vísað er í um­ræður á Twitter þar sem einn segir til að mynda:

„Því miður, þá líta molarnir núna út fyrir að vera ó­dýrir og eru niður­drepandi. Um­búðirnar skipta máli þegar matur er annars vegar en neistinn er farinn af Qu­ality Street.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

HelgarmatseðillMatur
Fyrir 2 vikum

Pestó drottningin býður upp á girnilegan helgarmatseðil

Pestó drottningin býður upp á girnilegan helgarmatseðil
Matur
Fyrir 2 vikum

Jólasamlokurnar komnar á Lemon

Jólasamlokurnar komnar á Lemon
Matur
Fyrir 3 vikum

Sjóðheitur og nýr neðanjarðar næturklúbbur opnaði í gærkvöldi

Sjóðheitur og nýr neðanjarðar næturklúbbur opnaði í gærkvöldi
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 3 vikum

Eyþór býður upp á syndsamlega góðan sælkerahelgarmatseðil sem steinliggur

Eyþór býður upp á syndsamlega góðan sælkerahelgarmatseðil sem steinliggur
Matur
07.11.2022

Þrír nýir staðir opna hjá Lemon

Þrír nýir staðir opna hjá Lemon
HelgarmatseðillMatur
04.11.2022

Helgarmatseðillinn í boðið Söfu sveipaður töfrum fyrir bragðlaukana

Helgarmatseðillinn í boðið Söfu sveipaður töfrum fyrir bragðlaukana