fbpx
Mánudagur 06.febrúar 2023
Matur

Kjúklingaleggir með kartöflumús og rjómakenndum maís steinliggur á sunnudagskvöldi

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 2. október 2022 11:36

Þessir dásamlegu kjúklingaleggir með kartöflumús og rjómakenndum maís steinliggja á sunnudagskvöldi. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunnudagar eru gjarnan kósýdagar fjölskyldunnar og þá er ljúft að laga góðan kvöldverð saman. Byrja daginn með huggulegri morgunstund, jafnvel fá sér bröns saman og eiga gæðastundir með sínum allra bestu um daginn og enda síðan á ljúffengum kvöldverð þar sem allir fá að njóta sín.

Berglind Hreiðars okkar ástsæli matarbloggari birti þessa dýrðlegu uppskrift á síðunni sinni Gotterí og gersemar þar sem kjúklingaleggir spila stórt hlutverk ásamt dásamlegu góðu meðlæti, kartöflu og rjómakenndum maís. Hér er á ferðinni haustleg útfærsla á meðlæti sem er tilvalin þar sem kartöfluuppskeran er komin í hús.

„Í sumar pantaði ég grillaðan kjúkling á einum af veitingastöðunum þar og fékk í fyrsta sinn „Creamy Corn“ eða rjómakennt korn/maís sem var alveg hrikalega gott. Þetta var meðlæti með kjúklingnum ásamt kartöflumús og ég er búin að ætla að prófa að leika þetta eftir síðan ég kom heim. Það hafðist loks og þetta var algjört dúndur,“ segir Berglind og er nokkuð ánægð með útkomuna.

Hægt að fá allt hráefnið í þessa rétti í Bónus.

USA kjúklingur að hætti Berglindar Hreiðars

Fyrir 4-6 manns

Grillaður kjúklingur

6 stk. kjúklingalæri með legg (keypt í Bónus)

Ólífuolía

Organic Liquid kryddlögur með hvítlauk eða hvítlaukslögur sem ykkur þykir bestur.

Kjúklingakrydd að eigin vali

Byrjið á því að hita ofninn í 210°C. Penslið ofnskúffu með ólífuolíu og raðið lærunum þar ofan í. Berið þunnt lag af ólífuolíu á hvert læri og einnig Organic Liquid hvítlaukslög (um ½ tsk. á hvora hlið). Kryddið vel með kjúklingakryddi á báðum hliðum. Eldið í 40-45 mínútur og leyfið að standa í 5-10 mínútur áður en skorið er í kjötið.

Kartöflumús

1,2 kg kartöflur (gular eða bökunar)

40 g smjör

2 msk. sykur

1 tsk. salt

200 ml nýmjólk

Sjóðið kartöflurnar í söltu vatni (2 tsk.salt). Mér finnst best að flysja þær fyrst og skera til helminga (í fernt ef þið eruð með bökunarkartöflur) því þá eru þær tilbúnar í hrærivélina um leið og þær eru mjúkar. Setjið kartöflur, smjör, sykur og salt í hrærivél og blandið á lágum hraða með K-inu. Bætið mjólkinni saman við í litlum skömmtum. Bætið við mjólk ef þið viljið þynnri mús.

Rjómakenndur maís

6 heilir ferskir maískólfar (um 650 g maískorn þegar búið er að skera af stönglunum) eða frosnir

100 g smjör

30 g hveiti

250 ml matreiðslurjómi

Salt og pipar

1 tsk. Organic Liquid kryddlögur með hvítlauk eða hvítlaukslögur sem ykkur þykir bestur

1 msk. hunang

Skafið maískornin af stönglunum og steikið við meðalháan hita upp úr smjörinu, saltið og piprið og leyfið að malla/eldast í um 5 mínútur. Hrærið hveitinu  næst saman við og hellið svo rjómanum út á pönnuna, hækkið hitann í smá stund og hrærið vel allan tímann. Þegar blandan þykknar má lækka alveg niður hitann og krydda með Organic Liquid, salti og pipar eftir smekk ásamt því að hræra hunanginu saman við.

Berið fram á fallegan hátt og njótið með ykkar bestu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Þessi kaldi kaffigrautur er algjör negla

Þessi kaldi kaffigrautur er algjör negla
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 2 vikum

Landsliðskokkurinn býður upp á ferskan og einfaldan helgarmatseðil

Landsliðskokkurinn býður upp á ferskan og einfaldan helgarmatseðil
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 3 vikum

Anna Sigga býður upp á helgarmatseðilinn sem er hinn ævintýralegasti fyrir bragðlaukana

Anna Sigga býður upp á helgarmatseðilinn sem er hinn ævintýralegasti fyrir bragðlaukana
Matur
Fyrir 3 vikum

Humarsúpan á Bryggjunni í Grindavík slær í gegn á heimsvísu

Humarsúpan á Bryggjunni í Grindavík slær í gegn á heimsvísu