fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
Matur

Ylvolgt speltbrauð með smjöri sem bráðnar gleður

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 9. janúar 2022 09:37

Ylvolgt speltbrauð með smjöri sem bráðnar hægt og bitandi gleður bragðlaukana./Ljósmyndir Berglind Hreiðars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðan veturkonungur úti blæs er ekkert betra en að njóta þess að borða nýbakað brauð í huggulegheitum með fjölskyldunni. Hér erum með við komin með uppskrift af þessu fína hollustubrauði úr smiðju Berglindar Hreiðar matar- og ævintýrabloggara með meiru hjá Gotterí og gersemar. Það tekur örskamma stund að baka þetta brauð sem er mikill kostur.

„Þetta brauð er gott með öllu mögulegu. Á heimilinu er brauðið ýmist borðað með smjöri og osti eða kotasælu og papriku/gúrku eftir því hvað hver vildi,“ segir Berglind.

Speltbrauð

300 ml mjólk

4 msk. sítrónusafi

370 g spelthveiti

90 g haframjöl (gróft)

2 tsk. matarsódi

1 ½ tsk. salt

150 g blönduð fræ

  1. Hitið ofninn 200°C
  2. Blandið sítrónusafa saman við mjólkina og leyfið að standa í um 5 mínútur.
  3. Blandið öllum þurrefnunum saman í hrærivélarskálina og notið krókinn.
  4. Hellið mjólkurblöndunni saman við og blandið vel og því næst fræjunum.
  5. Spreyið brauðform með PAM og hellið deiginu í formið, stráið fræjum yfir áður en bakað.
  6. Bakið í um 25 mínútur eða þar til kantarnir verða aðeins gylltir.

Síðan er bara að njóta og velja álegg eftir smekk hvers og eins og ekkert er betra en ylvolgt brauð beint úr ofninum með smjöri sem bráðnar ofan á.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
23.01.2025

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins