fbpx
Fimmtudagur 02.febrúar 2023
Matur

Vanilla er undraefni sem töfrar marga upp úr skónum

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 27. ágúst 2022 10:24

Vanillla er mörgum hæfileikum gædd og er sannkallað undraefni. MYND/AÐSEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanilla er undraefni og eitt hið alvinsælasta bragðefni í eftirréttum, kökum, drykkjum og víða notuð í annars konar matargerð. Einnig er hún mest notaða ilmefnið í snyrtivörur, ilmvötn og kerti svo dæmi séu tekin. Vanilla er ótrúlega öflug og kemur víða við.  Hér gefur að líta nokkrar staðreyndir um vanillu og góð ráð hvernig má nýta vanillu.

 • Nafnið vanilla er komið úr spænsku sem er smækkandi orðmynd af vaina: hylki, og vísar heitið til langra fræbelgja vanillunnar. Orðið er skylt latneska orðinu vagina sem þýðir sköp kvenna.
 • Ef salatið, ávextirnir eða sósan eru of súr er gott ráð að setja örlítinn vanilluextra út í. Það jafnar bragðið og gefur sætan keim. Einnig er afar gott að setja vanillu út í tómatsósur til bragðbætis.
 • Vanilla er einstaklega gott ýruefni, í alls konar krem, deig og rjómasósur til að gera áferðina mýkri og sléttari og bragðið jafnara.
 • Vanilla er gott sætuefni út af fyrir sig og tilvalið að dreypa henni á ávexti, grænmeti og í salatdressingar.  Hún dregur líka fram sætt bragð af öðru sem er þegar til staðar í matnum.
 • Gott er að setja klofna vanillustöng út í flösku af ólífuolíu eða aðra góða olíu og nýta síðan olíuna til að snöggsteikja sjávarrétti eins og skelfisk, fuglakjöt eða rautt kjöt.
 • Ef þú brennir þig á tungunni á heitum mat eða sterkum mat er gott að setja dropa af vanilluextrakt á tunguna til deyfingar.
 • Ef þér finnst erfitt að borða chili ávexti vegna þess hversu sterkir þeir eru skaltu bæta svolítilli vanillu út í réttina sem innihalda chili. Vanillan slær á sterka bragðið en dregur sæta keiminn og bragðið fram í ávöxtunum.
 • Vanilla er töfraráð til að fæla burt köngulær.  Ef það eru köngulær á húsgögnunum þínum eða í híbýlum þínum sem eru að gera þér lífið leitt skaltu bæta við einni eða tveimur vanillu stöngum út í þrifklútana þína, efnin sem þú notar til að strjúka af húsgögnunum þínum eða gólfi. Með því slærðu tvær flugur í einu höggi, skordýrin forða sér og vanilluilmur svífur í loftinu.
 • Vanilla hefur róandi áhrif og getur stillt kvíða.  Það er því lag að hafa vanillustöng eða stangir í krukku í veskinu hvert sem farið er. Þegar þarf á að halda, róa andrúmsloftið, er vert að opna krukkuna og anda að sér ilminum.
 • Ef þú vilt að fólk laðist að þér gæti verið ráð að nota vanilluilmvörur. Það er sagt að vanilluilmvörur hafi svipuð áhrif og ferómón.
 • Litur getur sagt til um hvort vanilluextrakt er ekta. Ef hann er litlaus er hann ekki gerður úr ekta vanillu.  Sama gildir ef hann er of dökkur. Hann á að vera hunangslitaður eða gulbrúnn. Þá er hann að öllum líkindum ekta.
 • Helsta vísbendingin um hvort að ekta vanillu er að ræða eður ei er að hún er dýr en drjúg. Allra besti vanilluextraktinn kemur frá Veracruz í Mexíkó.

Loks má benda á að alkóhólmagn segir gjarnan til um hreinleika vanilluextrakts.  Hann á helst að innihalda 35% alkóhól eða meira. Til eru þó blöndur sem eru úr ekta- og gervivanillu sem innihalda um það bil 25% alkóhól en þær eru ekki nærri því jafngóðar og munurinn finnst.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Gunnar kom, sá og sigraði með Kamut-súrdeigsbrauðinu – í keppninni um Brauð ársins

Gunnar kom, sá og sigraði með Kamut-súrdeigsbrauðinu – í keppninni um Brauð ársins
Matur
Fyrir 3 vikum

Einn ástsælasti veitingastaður landsins opnar að nýju – viðskiptavinum sínum til mikillar gleði

Einn ástsælasti veitingastaður landsins opnar að nýju – viðskiptavinum sínum til mikillar gleði
FókusMatur
27.12.2022

Leifur Welding sviptir hulunni af leyndardómum Pósthússins

Leifur Welding sviptir hulunni af leyndardómum Pósthússins
Matur
27.12.2022

Ómótstæðilegar blinis með þeyttum geitaosti og hunangi steinliggja í áramótapartíinu

Ómótstæðilegar blinis með þeyttum geitaosti og hunangi steinliggja í áramótapartíinu
Matur
18.12.2022

Vegan laufabrauðin rjúka út eins og heitar lummur – seldust upp í fyrra

Vegan laufabrauðin rjúka út eins og heitar lummur – seldust upp í fyrra
Matur
18.12.2022

Jólaís Skúbb slær í gegn

Jólaís Skúbb slær í gegn