fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Matur

Rabarbara freyðivínið sumardrykkurinn í ár?

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 15. júní 2022 09:29

Felix Gylfason heldur úti síðunni Hvað er í matinn? sem hefur slegið í gegn síðustu misseri. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein sniðugasta heimasíða lands­ins þegar kemur að mat, https://hvaderimatinn.is/, hef­ur heldur betur slegið í gegn síðustu misseri en heimasíðan hef­ur verið starf­rækt frá ár­inu 2006, og var til­gang­ur henn­ar að svara þess­ari erfiðu spurn­ingu sem oft­ast kem­ur seinnipart dags­ins: Hvað er í mat­inn?“

Eins og fram kemur á vef Fréttablaðsins er það Felix Gylfason heldur úti síðunni https://hvaderimatinn.is/en hann er markaðsfræðingur að mennt. Felix hefur starfað víð ýmis markaðsmál í gegnum tíðina og hefur heimasíðan verið að stækka og bæta við sig undanfarin tvö ár.  „Ég skellti mér í stafrænt markaðsnám hjá Akademias núna í vetur og er að tengja þetta allt saman núna við síðuna,“ segir hann. Nýverið keypti Felix litla vínheildsölu og er að flytja inn léttvín frá Chile og Ítalíu. „Þetta eru lífræn vín og hafa fengið góðar móttökur í sölu Vínbúðarinnar og núna í maí síðastliðinum bættist við Rabarbara freyðivín frá Lettlandi sem er klárlega sumardrykkurinn í ár. Rabarbara freyðivínið hefur verið afar vinsælt og það er bara þannig að allir sem hafa smakkað vilja kaupa sér flösku,“ segir Felix.

Inni á vefn­um get­ur fólk ákveðið for­send­ur mat­ar fyr­ir vik­una, t.d. fisk á mánu­dög­um, kjúk­ling á þriðju­dög­um og svo fram­veg­is. Kerfið kem­ur þá með viku- eða mánaðarseðil af upp­skrift­um miðað við þess­ar for­send­ur. Þá get­ur fólk ákveðið hversu marg­ir eru í mat og breyt­ist inni­halds­lýs­ing í sam­ræmi við það. Þá er hægt að sækja í fljót­lega og auðvelda rétti á síðunni, og velja upp­skrift­ir sem taka ákveðið lang­an tíma. Og þar má einnig finna ketó­flokk sem hef­ur notið mik­illa vin­sælda með breytt­um lífs­stíl lands­manna.

Hvað er í mat­inn hef­ur nú bætt við áhuga­máli margra en það eru léttvín. Nú er hægt að kaupa matarkassann heim þar sem uppskrift af nautalund og eða humarveislu er í boði og allt innihald er meðtalið. Með kassanum fylgir frítt eðal vín frá Chile eða Ítalíu heimsent á stórhöfuðborgarsvæðinu.

Einnig er Facebook og Instagram síða þar sem hægt er að fylgjast með eldun að laufléttum uppskriftum og fleiru Hægt er að skrá sig á póstlista á heimasíðunni til að missa ekki af nýj­ustu frétt­um. Einnig er hægt er að skoða skoða upp­skrift­ir og ann­an fróðleik á heimasíðunni www.hvaderimatinn.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar