fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Matur

Vegan með Vítalíu – Mjúkar og djúsí súkkulaðibitakökur

DV Matur
Sunnudaginn 8. maí 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vítalía Lazareva er í fanta formi en hún borðar mest úr jurtaríkinu og dugleg að deila uppskriftum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.

Hún er að læra matvælafræði við Háskóla Íslands og nýtur sín í eldhúsinu þar sem hún galdrar fram hvern réttinn á fætur öðrum.  Mataræðið hennar er það sem kallast plant based sem þýðir að hún sniðgengur dýraafurðir að mestu.

Vítalía deilir eftirfarandi uppskrift með lesendum DV  – gómsætum vegan súkkulaðibitakökum sem eru bæði mjúkar og djúsí.

Innihaldsefni:

  • ½ bolli vegan smjör (Ég notast við Earth Balance smjörið)
  • 275 gr púðursykur
  • 188 gr hveiti
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 tsk kartöflumjöl
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 250 gr saxað suðusúkkulaði
  • 3 matskeiðar vatn
  • 1 matskeið hörfræ

 

Leiðbeiningar:

–       Byrjið á því að hita ofninn á 175 gráður

–       Blandið saman hörfræjunum og vatninu og leggið til hliðar, blandan þykknar

–       Blandið saman í skál, smjörinu og púðursykrinum og þeytið í ca 3 mínútur, þar til samfellt.

–       Næst skal bæta við vegan egginu sem var búið til úr vatninu og hörfræjunum og hræra með sleif, bætið við vanilludropunum.

–       Þegar búið er að hræra vegan egginu saman við má bæta við hveitinu, kartöflumjölinu,saltinu og matarsódanum og þeyta þangað til deigið er orðið samfellt.

–       Síðast skal bæta við suðusúkkulaðinu sem hefur verið saxað niður í degið.

–       Rúllið deiginu í kúlur og leggið á bökunarpappír.

–       Bakist í 11 mínútur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival