fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Matur

Sjáið matseðilinn á Hnoss á HönnunarMars

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 6. maí 2022 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér á ferðinni samstarfsverkefni veitingastaðarins Hnoss í Hörpu og Rammagerðarinnar sem Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari á Hnoss og Auður Gná hjá Rammagerðinni eiga heiðurinn af í samstarfi við hönnuði og listamenn á mörgum sviðum. Þær hafa staðið í ströngu í undirbúningnum fyrir HönnunarMarsinn síðustu vikur og það má með sanni segja að útkoman sé stórfengleg og eigi sér enga líka. Fyrir hönd Hnoss og Rammagerðarinnar hafa þær sett upp heilan heim íslenskrar hönnunar og matreiðslu.

Matseðillinn alíslenskur að hætti Fanneyjar á Hnoss

Eins og fram kemur á vef Fréttablaðsins gefst einstakt tækifæri til að setjast niður á nýjum og glæsilegum veitingastað Hnoss í Hörpu og njóta íslenskrar hönnunar og matreiðslu í sinni ótrúlegustu mynd.

„Boðið er í alíslenskt borðhald, þar sem hráefnin kom öll beint frá býli og punktinn yfir i-ið setur síðan Rammagerðin sem býr til borðhald þar sem hver hlutur er sérhannaður fyrir þennan tiltekna viðburð. Áhugafólki um íslenska hönnun er boðið að setjast að borðum og upplifa íslenska hönnun og matreiðslu á hátt sem ekki hefur verið kynntur fyrr hér á landi,“ segir Fanney sem á heiðurinn á matseðlinum. Þegar Fanney var búin að setja saman matseðilinn fór hún til Aldísar Einarsdóttur leirlistasmiðs sem hannað borðbúnaði í stíl við hvern rétt Fanneyjar og upplifunin að fá réttina borna fram á þessum borðbúnaði er ólýsanleg. Hér fangar íslenskt handverk og matargerðarlistin augað á einstakan hátt sem á sér enga líka.

Hér má sjá hinn alíslenska matseðill Hnoss sem settur er saman af Fanneyju matreiðslumeistara á Hnoss en hún hefur mikla ástríðu fyrir því að nýta íslenskt hráefni og fer ótroðnar slóðir til að nálgast það besta sem völ er á að hverju sinni. Réttirnir eru bornir fram á borðbúnaði sem Aldís Einarsdóttir leirlistasmiður hannaði fyrir hvern rétt fyrir sig:

Grjónagrautur með lifrarpylsu í frumlegu formi og nýstárlegri útfræslu Fanneyjar. MYND/VALLI.

Saltfiskur með tómat og rófum – Tómatseyði, fyllt sýrð rófa með saltfiskbrandöðu, íslenskt wasabi. Borið fram á nýstárlegan og skemmtilegan hátt.

Tómatseyðið er borið fram í bollanum sem litill diskurinn er settur ofan þegar rétturinn er borinn fram.

Hægelduð blálanga á Vallanes byggi með léttreyktri hvítvínssósu með grásleppu hrognum frá Raufarhöfn.

Blóðbergsbúðingur og íslenskt bláber sem kemur bragðlaukunum á flug.

Boðið er upp á að fá Piper Heidsieck kampavínspörun með matnum sem lyftir matarupplifuninni upp á enn hærra plan.

Þessi alíslenska matarupplifun fyrir öll skilningarvitin er einungis í boði meðan á HönnunarMars stendur eða frá 4. maí til 8. maí og um er að ræða tvö holl. Fyrra klukkan 18.00 og hið seinna klukkan 20.00. Hnoss tekur við pöntunum í síma 655-5500 eða með tölvupósti á info@hnossrestaurant.is.

Tvö borð verða tekin undir samstarf Hnoss við Rammagerðina fyrir fimm gesti eða 10 gesti alls, sem boðið er upp á pantanir í tveimur hollum. Nú er hver að verða síðastur á ná sæti til að njóta þessara einstöku upplifunar sem alíslensk alla leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

HelgarmatseðillMatur
Fyrir 3 vikum

Ómótstæðilegur helgarmatseðill með ítölsku ívafi í boði Lindu Ben

Ómótstæðilegur helgarmatseðill með ítölsku ívafi í boði Lindu Ben
Matur
Fyrir 3 vikum

Gabríel töfrar fram tryllingslega gott tígrisrækjusalat

Gabríel töfrar fram tryllingslega gott tígrisrækjusalat
HelgarmatseðillMatur
20.05.2022

Maríanna er brjáluð í nautasteikur og ekkert gleður hana eins mikið og Tiramisu

Maríanna er brjáluð í nautasteikur og ekkert gleður hana eins mikið og Tiramisu
Matur
18.05.2022

Ný vörulína frá Kaju sem á eftir að slá í gegn

Ný vörulína frá Kaju sem á eftir að slá í gegn
Matur
09.05.2022

Risarækjukokkteill eins og hann gerist bestur

Risarækjukokkteill eins og hann gerist bestur
Matur
08.05.2022

Vegan með Vítalíu – Mjúkar og djúsí súkkulaðibitakökur

Vegan með Vítalíu – Mjúkar og djúsí súkkulaðibitakökur