fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Matur

Sannleikurinn á bakvið furðulega matinn sem Stefán gerði – „Hvaða rugl er í gangi hérna?“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 17. júlí 2021 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook-hópurinn Gamaldags matur er á meðal vinsælli Facebook-hópa landsins en meðlimir hópsins eru um 27 þúsund talsins. Færslur sem birtar eru í hópnum vekja reglulega athygli þar sem í færslunum má oft sjá afar óvenjulega, furðulega og jafnvel ólystuga rétti sem fólk borðar vegna sælla minninga. Brauðsúpur, afgangs kjötbitar og óvenjulegir hlutar af fiskum er á meðal þess sem meðlimir hópsins borða reglulega en svo dúkka oft upp réttir sem mörgum þykir virkilega skrýtnir.

Einn af þessum réttum sem mörgum þykir skrýtinn er réttur sem Stefán Halldórsson birti mynd af í hópnum í gær. Um er að ræða hálfa appelsínu sem búið er að troða hrísgrjónum ofan í og svo er það borið fram með remúlaði. „Hrísgrjónafyllt appelsína með remúlaði – klassísk redding úr barnæskunni,“ segir Stefán í færslunni sem vakti misjafna lukku meðal meðlima hópsins. „Hvaða rugl er í gangi hérna?“ spyr til að mynda einn meðlimur hópsins sem fannst rétturinn greinilega ekki lystugur. „Hvur fjárinn,“ sagði svo annar meðlimur í hópnum.

Hrísgrjónafyllta appelsínan hans Stefáns vakti þó ekki bara athygli innan hópsins heldur einnig á samfélagsmiðlinum Twitter. „Þú hittir Kölska og þetta er það fyrsta sem hann býður þér sagði netverji sem birti mynd af appelsínunni á Twitter-síðu sinni.

„Stundum verður maður bara að láta gamminn geisa“

Ekki voru allir í hópnum sannfærðir um að Stefán hafi í raun og veru lagt þessa hrísgrjónafylltu appelsínu sér til munns. Einn meðlimur sagði til að mynda að hér væri um djók að ræða og sá meðlimur hitti naglann lóðbeint á höfuðið. DV heyrði nefnilega í Stefáni sem sagði blaðamanni sannleikann á bakvið þennan furðulega rétt. „Ertu að tala um „troll“ aldarinnar?“ spurði Stefán þegar blaðamaður spurði hann út í appelsínuna en hann segir að um grín hafi verið að ræða.

„Þetta er alveg fullkomið „troll“. Ég greinilega náði að „trollast“ á toppinn fyrst þetta náði svona langt,“ segir Stefán. „Þessi hópur er náttúrulega fullur af alls konar rugli, stundum verður maður bara að láta gamminn geisa. Þetta er svona létt grín. Mér finnst þessi hópur alveg æðislegur en stundum hváir maður þegar maður sér það sem er þarna svo ég ákvað að bæta einu inn sem var alveg uppspuni frá rótum.“

Stefán segir þá hvernig rétturinn varð til. „Við vorum bara að ganga frá eftir kvöldmatinn í gær og það voru leifar eftir einhverja appelsínusósu sem við vorum með og einhverjum kjúlla, þetta blasti bara við mér og ég hugsaði með mér: Þetta getur verið svona redding í einhverjum öðrum heimi.“

Að lokum segir Stefán að hann hvetji fólk til að prófa að henda í eina hrísgrjónafyllta appelsínu. „Ég er samt ekki viss um hvort ég vilji hitta fólkið sem vill raunverulega prófa þetta, þá er þetta kannski farið fulllangt.“

Hrísgrjónafyllt appelsína – Mynd/Stefán Halldórsson

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
23.05.2021

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“
Matur
22.05.2021

Uppljóstrar leyndarmál um Bic Mac borgarana – „Ég verð rekin fyrir þetta“

Uppljóstrar leyndarmál um Bic Mac borgarana – „Ég verð rekin fyrir þetta“
Matur
20.04.2021

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas
Matur
20.04.2021

Tryllt ostapasta sem er fullkomið í nesti daginn eftir

Tryllt ostapasta sem er fullkomið í nesti daginn eftir