fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Matur

Þetta borðar Rikki G á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 27. febrúar 2021 20:30

Rikki G. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem útvarpsstjarnan Rikki G. á FM957, er mikill rútínumaður og borðar aðeins tvær máltíðir á dag. Hann nýtur sín í eldhúsinu og er mikill áhugamaður um eldamennsku.

Rikki lýsir sér sem miklum rútínumanni. „Ég vakna alla virka morgna 6:15, hættur að „snooza“, og fer beint inn á bað, nánast með lokuð augun, kveiki á sturtunni, bursta tennur, skola af mér og klæði mig. Stundum sleppi ég því að gela mig, það fer eftir því hversu þreyttur ég er,“ segir hann.

„Ég fer síðan í besta morgunþátt landsins, Brennsluna, og er þar til tíu. Síðan æfi ég í kringum hádegið og borða mína fyrstu máltíð eftir hana um svona eitt leytið. Oftast er ég síðan í hinum og þessum verkefnum eftir hádegi, oftast er ég að lýsa kappleikjum á kvöldin og er því frekar sjaldan heima. Ef ekki þá finnst mér mjög þægilegt að vera heima og elda góðan mat með fjölskyldunni.“

Fastar virka daga

Rikki er ekki á neinu ákveðnu mataræði. „En ég fasta yfirleitt á virkum dögum, þegar ég er að taka mig í gegn, sextán til átján klukkustundir. Ég borða ekki eftir klukkan átta á kvöldin virka daga. Númer 1, 2 og 3 þá held ég virkum dögum gott sem alveg hreinum og svindla ekkert,“ segir hann.

Aðspurður hvaða kostir honum þykir hafa fylgt föstunni segir Rikki að með því að fasta 16-18 klukkustundir fimm daga vikunnar, og leyfa sér aðeins um helgar, þá hafi honum tekist að missa fjórtán kíló síðan í byrjun september.

„Það hefur orðið til þess að þetta er orðið að rútínu en ekki skammtímalausn. Þetta hefur allavega hentað mér afskaplega vel. Ég leyfi mér kolvetni í hádeginu en passa að hafa þau góð. Síðan er meira um prótein og fitu í kvöldmat. Ég borða bara tvær máltíðir á dag. Þetta er rútína sem hentar mér einstaklega vel,“ segir hann.

Mynd/Stefán Karlsson

Stórkostlegur í eldhúsinu

Þegar kemur að því að lýsa hæfileikum sínum í eldhúsinu segist Rikki vera stórkostlegur. „Ég er mikill áhugamaður um eldamennsku og elda ávallt þau fáu fríkvöld sem ég er með. Ég sé til dæmis ávallt um jóla- og áramótamatinn sem er eiginlega orðið að minni skemmtilegustu hefð.

„Ég hef líka verið óhræddur við að fara aðeins frá upprunalegum uppskriftum, það er að segja að bæta einhverju við eða taka eitthvað út. Prófa mig áfram. Ég geri síðan besta salat landsins, vil ég meina. Nokkrir félagar mínir kalla það Sweaty Richard Salad. Það er ekki það hollasta, en það er margt óhollara en það.“

Uppáhaldsmáltíð?

„Klárt mál, hægelduð nautalund, nær „rare“ en „medium rare“ og með henni verður að vera góð heit sósa sem ég geri alltaf frá grunni þegar ég elda naut.“

Matseðill Rikka G

Hádegismatur

Kjúklingur/kjöt og kannski lúka af grjónum, nóg af salati og einhver góð sósa með.

Kvöldmatur

Oft tek ég ketókjúklinginn á BK með mér heim ef ég er að vinna. Hann er sturlaður, enda er ég mikill aðdáandi þess að veitingastaðir séu að vinna með úrbeinuð kjúklingalæri frekar en bringu. Mikið betra kjöt að mínu mati.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 4 vikum

Þessa sumarlegu og gómsætu skyrtertu verður þú að prófa

Þessa sumarlegu og gómsætu skyrtertu verður þú að prófa
Matur
19.07.2022

Alvöru wasabi smjör sem þið eigið eftir að elska

Alvöru wasabi smjör sem þið eigið eftir að elska
Matur
28.06.2022

Dýrðlegt humarsalat sem þið eigið eftir að elska

Dýrðlegt humarsalat sem þið eigið eftir að elska
Matur
21.06.2022

Ný salatlína á Local með suðrænu ívafi í boði meistarakokksins

Ný salatlína á Local með suðrænu ívafi í boði meistarakokksins
Matur
15.06.2022

Rabarbara freyðivínið sumardrykkurinn í ár?

Rabarbara freyðivínið sumardrykkurinn í ár?
Matur
12.06.2022

Lem­on fjölgar stöðum og opn­ar nýj­an stað í Olís á Gull­in­brú

Lem­on fjölgar stöðum og opn­ar nýj­an stað í Olís á Gull­in­brú