fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Matur

Áramótabjórinn NASL frá Borg og Álfi – Perur, blóðberg og íslenskar kartöflur

DV Matur
Miðvikudaginn 29. desember 2021 21:00

Árni Theodór Long, bruggmeistari hjá Borg Brugghúsi og Andreu Blai Herrero, bruggmeistari hjá Álfi. Mynd/Þorgeir Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borg Brugghús sendir nú frá sér sérstakan áramótabjór í samstarfi við brugghúsið Álfur. Þetta er sjötta árið í röð sem Borg gefur út bjór í tengslum við áramót og hafa þeir allir verið svokölluð sambrugg, það er bruggaðir í samstarfi með öðru brugghúsi. Fyrsta sambruggið fór fram árið 2016 en þá tók Borg höndum saman við Gæðing úr Skagafirði.

Áramótabjórinn í ár nefnist NASL og er í bjórstílnum Gose, tegund saltra súrbjóra, ættaðir frá Goslar í Þýskalandi.  NASL er þó langt frá hinum hefðbundnu Gose bjórum þar sem hann er meðal annars bruggaður með perum, ferskjum, blóðbergi og íslenskum kartöflum;

„Þetta var skemmtilegt ferli þar sem við vorum í raun aldrei að stefna á einhvern hefðbundinn Gose heldur dettur sú skilgreining bara inn þar sem grunnbjórinn er létt saltur og súr.  Síðan þegar við erum komin með perur, ferskjur og blóðbergið með, verður upplifunin í raun miklu meira einhver ofurfrískur og aðgengilegur ávaxtafílíngur sem hentar frábærlega með skaupinu og frameftir,“ segir Árni Long, bruggmeistari hjá Borg.

Mikið er lagt í umbúðir drykkjarins

Hann segir samstarfið við Álf hafa gengið vel o  verið afar skemmtilegt. „Þeir hafa mikið verið að brugga úr kartöflum frá Þykkvabæ og því fannst okkur ekki annað koma til greina en að nota kartöflur í Naslið sem koma bara vel út að okkar mati,“ segir Árni.

Eftirtektarvert er hve mikið er lagt í umbúðir drykkjarins. „Við höfum verið í góðu samstarfi við íslenskt myndlistafólk og alltaf fengið nýja listamanneskju til að skreyta umbúðir á samstarfsverkefnum sem þessu.  Að þessu sinni fengum við Davíð Tausen til liðs við okkur en hann er einnig þekktur sem MeatSoda og elMeatSoda á samfélgasmiðlum.  Við erum hrikalega ánægð með útkomuna og viljum benda sem flestum á að fylgjast með þessum meistara,” bætir Árni við.

Undir þessi orð tekur Andreu Blai Herrero, bruggmeistari hjá Álfi. „Það var frábært að vinna með fagmönnunum frá Borg. Við smullum strax vel saman og það var áhugavert að taka þátt í að skapa þennan skemmtilega bjór sem að neytendur geta fagnað áramótunum með. Ég held að þessi passi afar vel með flugeldunum,“ segir Andreu og hlær.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
01.07.2022

Guðdómlegir haframolar með hörfræjum

Guðdómlegir haframolar með hörfræjum
Matur
29.06.2022

Uppskriftir með rabarbara sem eru hreint lostæti úr smiðju eldhúsdrottningarinnar

Uppskriftir með rabarbara sem eru hreint lostæti úr smiðju eldhúsdrottningarinnar
Matur
15.06.2022

Rabarbara freyðivínið sumardrykkurinn í ár?

Rabarbara freyðivínið sumardrykkurinn í ár?
Matur
12.06.2022

Lem­on fjölgar stöðum og opn­ar nýj­an stað í Olís á Gull­in­brú

Lem­on fjölgar stöðum og opn­ar nýj­an stað í Olís á Gull­in­brú
Matur
05.06.2022

Vantar þig töfralausn við þrifin á óhreinni pönnu og eldavél?

Vantar þig töfralausn við þrifin á óhreinni pönnu og eldavél?
Matur
04.06.2022

Vissir þú að Focaccia er upprunnið frá Norður-Ítalíu?

Vissir þú að Focaccia er upprunnið frá Norður-Ítalíu?