fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Matur

Lemon opnar nýjan stað á Olís í Norðlingaholti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. desember 2021 10:54

Finnur Oddsson, forstjóri Haga, Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, Jóhanna Soffía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Lemon og Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn Lemon hefur opnað nýjan stað á Olís í Norðlingaholti. Í tilefni þess var viðskiptavinum boðið upp á sælkerasamloku og sólskin í glasi í hádeginu á opnunardeginum.

Lemon er skyndibitastaður sem að sérhæfir sig í hollum samlokum og ferskum djúsum. Staðurinn hefur hlotið mikilla vinsælda og eru staðirnir nú sjö talsins, fjórir staðir á höfuðborgarsvæðinu og þrír á Norðurlandi.

„Við hjá Lemon leggjum áherslu á að mæta ólíkum þörfum okkar viðskiptavina með bragðgóðum og hollum samlokum og djúsum. Við erum mjög spennt fyrir nýja staðnum á Olís í Norðlingaholti.  Þar kemur mikið af fólki enda staðsetningin tengipunktur í margar áttir. Við teljum að viðskiptavinir eigi eftir að fagna því að eiga möguleika á að grípa með sér hollar og bragðgóðar samlokur og sólskín í glasi í verkefni dagsins,“ segir Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon.

„Við erum afar ánægð með að fá Lemon í veitingarframboðið í Olís í Norðlingaholti. Þetta er bara byrjunin á samstarfi Lemon og Olís þar sem að við erum með áætlanir um að opna fleiri Lemon staði á Olís stöðvum á næstu mánuðum. Við leggjum áherslu á fjölbreytni í veitingum fyrir okkar viðskiptavini og eru samlokur og djúsar Lemon flott viðbót í þær veitingar sem að við erum þegar að bjóða upp á. Við teljum að viðskiptavinir okkar eigi eftir að kunna vel að meta fersku veitingarnar hjá Lemon,“ segir Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Olís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Gómsætar villibráðarkræsingar fyrir áramótahelgina að hætti landsliðskokksins

Gómsætar villibráðarkræsingar fyrir áramótahelgina að hætti landsliðskokksins
Matur
Fyrir 3 vikum

Sjöfn heimsækir Berglindi í sjóhúsið og Hákon á hótelið

Sjöfn heimsækir Berglindi í sjóhúsið og Hákon á hótelið
Matur
Fyrir 3 vikum

Tæplega helmingur Íslendinga borðar hamborgarhrygg í kvöld

Tæplega helmingur Íslendinga borðar hamborgarhrygg í kvöld
Matur
Fyrir 3 vikum

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur
Matur
08.12.2021

Ein vinsælasta jólagjöfin hjá fyrirtækjum til starfsmanna

Ein vinsælasta jólagjöfin hjá fyrirtækjum til starfsmanna
Matur
07.12.2021

Svona fægir þú silfrið fyrir jólin – heimagerður og umhverfisvænn fægilögur

Svona fægir þú silfrið fyrir jólin – heimagerður og umhverfisvænn fægilögur