fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Matur

Sjúklega gott ávaxtasalat með jólakeim – steinliggur með reyktu hátíðarsteikinni

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 18. desember 2021 21:58

Hér er á ferðinni sjúklega gott ávaxtasalat með jólakeim sem passar einstaklega vel með reyktu kjöt./Ljósmynd Berglind Hreiðars

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með hátíðarmatnum, aðalsteikunum og öðru sem framreidd er yfir hátíðarnar skiptir miklu máli að vera með ljúffengt meðlæti sem gaman er að para með aðalréttinum að hverju sinni. Margir hverjir eru með reykt og salatað kjöt á hátíðarborðinu og þá er gott að vera með ferskt og sætt salat sem gott er að para með reykta matnum. Þegar Berglind Hreiðars matar- og ævintýrabloggari sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar og maðurinn hennar buðu vinahjónum í mat á dögunum var ræddu vinahjónin að þau gerðu ávallt Waldorfsalat alltaf með banönum og jarðarberjum. „Mér fannst þetta áhugaverð hugmynd og útbjó því mína útfærslu af þessu salati og var það dásamlega ferskt og sætt með matnum,“segir Berglind og bætti því jafnframt við að þetta salat passi einstaklega vel með reyktu kjöti yfir hátíðarnar enda með jólakeim.

Ávaxtasalat með jólakeim

Fyrir 4-6 sem meðlæti

  • 2 gul epli
  • 150 g jarðarber
  • ½ banani
  • 40 g saxað suðusúkkulaði
  • 40 g saxaðar pekanhnetur
  • 250 ml þeyttur rjómi
  1. Flysjið og skerið eplin smátt niður ásamt jarðarberjum og banana.
  2. Blandið suðusúkkulaði og pekanhnetum saman við og loks þeytta rjómanum með sleikju.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 4 vikum

Svona eldar þú djúsí kalkúnabringu eða heilan kalkún – leyniráðið er einfalt

Svona eldar þú djúsí kalkúnabringu eða heilan kalkún – leyniráðið er einfalt
Matur
25.12.2021

Fullkomin eldun á hreindýrasteik og andabringu

Fullkomin eldun á hreindýrasteik og andabringu
Matur
20.12.2021

Lang bragðbesta og fallegasta jólabrauðtertan úr smiðju Sólrúnar

Lang bragðbesta og fallegasta jólabrauðtertan úr smiðju Sólrúnar
Matur
20.12.2021

Lemon opnar nýjan stað á Olís í Norðlingaholti

Lemon opnar nýjan stað á Olís í Norðlingaholti
Matur
12.12.2021

Ítalska jólakakan Panettone slær í gegn

Ítalska jólakakan Panettone slær í gegn
Matur
12.12.2021

Guðdómlega ljúffengar andabringur með jólaívafi

Guðdómlega ljúffengar andabringur með jólaívafi