fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Ítalska jólakakan Panettone slær í gegn

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 12. desember 2021 19:00

Ítalska jólakakan þykir ein sú besta og þeir sem halda uppá ítalska matargerð og bakstur segja að þessi sé ómissandi um hátíðarnar./Ljósmynd aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er loksins hægt að fá ítölsku jólakökuna Panettone í flestum stórmörkuðum landsins sælkerum til mikillar gleði. Ítalska jólakakan þykir ein sú besta og þeir sem eru heillaðir af ítalskri matargerð og bakstri segja að það sé ómissandi að eiga þessa um hátíðarnar.

,,Flestir Ítalir borða Panettone yfir hátíðarnar, en kakan er sögð koma upprunalega frá Mílanó. Hefðin er sú að eftir kvöldverð á aðfangadagskvöld halda Ítalir til messu en að henni lokinni gæða þeir sér á Panettone og dreypa jafnvel á Moscato d’Asti,” segir Gísli Þorsteinsson sölu- og markaðsstjóri Gæðabaksturs, sem framleiðir kökuna undir merkjum Ömmubaksturs.

Hann segir að ítalska jólakakan (eða brauðið) verði sífellt vinsælli á Norðurlöndunum og nú sé komið að Íslandi. ,,Uppskriftin er upprunalega frá Ítalíu en við framleiðum kökuna hjá okkur. Við vonumst til að kakan muni falla í góðan hljómgrunn hjá Íslendingum enda hafa þeir tekið ítalskri matarmenningu opnum örmum á liðnum árum.” Hægt verður að fá kökuna annars vegar með rúsínum og hins vegar súkkulaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa