fbpx
Mánudagur 23.maí 2022
Matur

Sjúklega gott brauðstangajólatré í aðventunni

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 09:02

Brauðstangajólatréð er bæði jólalegt að bera fram og sjúklega gott, bæði eitt og sér og sem meðlæti./Ljósmyndir Berglind Hreiðars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í aðventunni er gaman að njóta góðs matar með jólalegu ívafi með fjölskyldu og vinum. Berglind Hreiðars sem er einn vinsælasti köku- og matarbloggari landsins hjá Gotterí og gersemar hefur gaman að því að setja saman kræsingar með jólaívafi sem bæði gleðja auga og munn og þetta dásamlega brauðstangajólatré  sem fyllt er með osti er engin undantekning. Þetta ostafyllta brauðstangajólatré er undursamlega gott og gleður augað. Það er hægt að bjóða uppá það eitt og sér og líka hafa það sem meðlæti og njóta. Uppskriftin er einföld og fátt er skemmtilegra en njóta jólalegra kræsinga í aðventunni og telja niður í jólin.

Ostafyllt brauðstangajólatré

660 g hveiti

1 msk. sykur

2 tsk. salt

1 pk. þurrger (11,8 g)

400 ml volgt vatn

2 msk. ólífuolía

Rúmlega ½ poki af rifnum Cheddar osti

 1. Setjið þurrefnin í hrærivélarskál með krókinn á og hellið vatni og ólífuolíu saman við og hnoðið í nokkrar mínútur.
 2. Penslið stóra skál með matarolíu, veltið deigkúlunni upp úr olíunni, plastið skálina og leyfið að hefast í um 1 klukkustund.
 3. Hitið ofninn í 200°C.
 4. Skiptið deiginu næst í tvo hluta. Fletjið annan út og mótið nokkurs konar jólatré/þríhyrning úr honum sem þekur bökunarplötu (á bökunarpappír) eins og unnt er (hægt að teikna á smjörpappír. Líka gott að renna hnífnum laust eftir deiginu til að gera smá línu áður en skorið er af deiginu til að það sé um það bil eins báðu megin.
 5. Penslið með hvítlaukssmjöri (sjá uppskrift að neðan) og stráið cheddar ostinum yfir smjörið.
 6. Fletjið hinn helming deigsins út og leggið ofan á, skerið síðan eftir línunum.
 7. Ímyndið ykkur síðan að það sé stofn upp með miðju jólatrénu og skerið jafnar lengjur til beggja hliða út frá „stofninum“, þær mega vera um 3 cm á breidd.
 8. Snúið síðan upp á hverja lengju svo úr verði snúin brauðstöng, það er allt í lagi þó smá ostur hrynji út.
 9. Penslið aftur með hvítlaukssmjöri og bakið í 15-20 mínútur eða þar til tréð er orðið vel gyllt.
 10. Takið úr ofninum og penslið einu sinni enn með vel af hvítlaukssmjöri.
 11. Njótið með pizzasósu.

Hvítlaukssmjör

200 g smjör (íslenskt smjör)

2 rifin hvítlauksrif

1 tsk. salt

½ tsk. hvítlauksduft

½ tsk. pipar

 1. Bræðið allt saman á vægum hita þar til smjörið er bráðið.

Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðbeiningarmyndir hvernig má útbúa tréð:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Vissir þú leyndardómana um avókadó?

Vissir þú leyndardómana um avókadó?
Matur
Fyrir 2 vikum

Nýjasta pylsan Mambó Ítalíanó frá SS

Nýjasta pylsan Mambó Ítalíanó frá SS
Matur
Fyrir 3 vikum

Eliza Reid forsetafrú fagnaði opnun Borg Restaurant með butlernum

Eliza Reid forsetafrú fagnaði opnun Borg Restaurant með butlernum
Matur
Fyrir 3 vikum

Sítrónukakan franska sem þið eigið eftir að elska

Sítrónukakan franska sem þið eigið eftir að elska
Matur
07.04.2022

Ljúffeng og bráðholl bleikja úr smiðju Hildar

Ljúffeng og bráðholl bleikja úr smiðju Hildar
Matur
05.04.2022

Mr. Carrots snýr aftur – súkkulaðilistaverkið frá Omnom sem súkkulaðiunnendur elska

Mr. Carrots snýr aftur – súkkulaðilistaverkið frá Omnom sem súkkulaðiunnendur elska