fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Matur

Þetta borðar Hallbera landsliðskona á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 16. janúar 2021 16:00

Hallbera Guðný. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallbera Guðný Gísladóttir borðar það sem hana langar í hverju sinni og það vill svo vel til að henni finnst hollur matur góður. Hvað ætli hún borði á venjulegum degi?

Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir lýsir venjulegum degi í lífi sínu.

„Síðastliðin ár hef ég starfað hjá Landsbankanum ásamt því að spila fótbolta og hafa því dagarnir oft verið langir. Minn venjulegi dagur var þannig að ég var að vakna um klukkan sjö og kom svo heim um klukkan átta á kvöldin. Ég var hins vegar að flytja til Stokkhólms þar sem ég stunda meistaranám við Stockholm Business School ásamt því að spila fótbolta með AIK og þess vegna hefur venjulegur dagur í mínu lífi tekið stakkaskiptum fá því sem hefur verið undanfarin ár. Nú mun ég stjórna tíma mínum töluvert meira og get einbeitt mér að fótboltanum og námi og notið þess sem Stokkhólmur hefur upp á að bjóða,“ segir hún.

Forðast mikið unnar vörur

Hallbera reynir að borða hollan og ferskan mat og forðast mikið unnar vörur.

„Alveg frá því að ég var lítil stelpa hef ég átt erfitt með að borða kjöt og hef oftar en ekki kúgast og fengið klígju við að tyggja einhverja skrítna kjötbita. Það mætti því segja að ég gæti auðveldlega verið grænmetisæta en ég hef aldrei skilgreint mig sem slíka enda finnst mér gott að borða vel matreitt kjöt inn á milli. Ég fylgi samt engu sérstöku mataræði þannig séð, borða bara það sem mig langar í hverju sinni og það vill svo heppilega til að mér finnst hollur matur góður,“ segir hún en viðurkennir að pítsa sé hennar helsti veikleiki.

„Ég hef alveg staðið sjálfa mig að því að borða pítsu þrisvar sinnum í viku. En sem betur fer er það kannski undantekning.“

Hallbera Guðný. Mynd/Valli

 Byrjar daginn á hafragraut

Hallbera segir að það sé ekki mikill munur á mataræði hennar þegar hún er að keppa eða í fríi frá fótboltanum. „Ég byrja flesta daga á því að fá mér hafragraut með eplum og kanil alveg sama hvort ég sé að æfa eða ekki. Ég er mjög vanaföst og á það til að borða svolítið sömu réttina aftur og aftur,“ segir hún.

„Ég reyni frekar að huga vel að mataræðinu allan ársins hring en ætli undantekningin sé ekki þegar maður fer til útlanda í frí. Þá á maður það til að „sukka“ svolítið og kannski leyfa sér hvað sem er. En ég er samt þannig manneskja að ef ég fer út að borða í góðra vina hópi þá fæ ég mér bara það sem mig langar í hverju sinni. Það hefur virkað vel fyrir mig hingað til og svo lengi sem maður er með gott jafnvægi í heildarmataræðinu á maður alveg að geta leyft sér að njóta endrum og sinnum.“

Matseðill Hallberu Guðnýjar

Morgunmatur:

Hafragrautur með eplum, kanil og kollagendufti.

Hádegismatur:

Grískt jógúrt með niðurskornum jarðarberjum, kókosflögum og granóla.

Millimál:

Hrískaka með stöppuðu avókadó, harðsoðnu eggi, kóríander, parmesan-osti, chilipipar og smá salti.

Kvöldmatur:

Einhvers konar vefja með grænmeti og kornmeti. Á það líka til að grípa núðlurétti eða einhvers konar skálar með mér heim eftir æfingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Gómsætar villibráðarkræsingar fyrir áramótahelgina að hætti landsliðskokksins

Gómsætar villibráðarkræsingar fyrir áramótahelgina að hætti landsliðskokksins
Matur
Fyrir 3 vikum

Sjöfn heimsækir Berglindi í sjóhúsið og Hákon á hótelið

Sjöfn heimsækir Berglindi í sjóhúsið og Hákon á hótelið
Matur
Fyrir 3 vikum

Tæplega helmingur Íslendinga borðar hamborgarhrygg í kvöld

Tæplega helmingur Íslendinga borðar hamborgarhrygg í kvöld
Matur
Fyrir 3 vikum

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur
Matur
18.12.2021

Sjúklega gott ávaxtasalat með jólakeim – steinliggur með reyktu hátíðarsteikinni

Sjúklega gott ávaxtasalat með jólakeim – steinliggur með reyktu hátíðarsteikinni
Matur
18.12.2021

Tvær trylltar sósur – Fullkomin sósa með kalkúninum og Wellington

Tvær trylltar sósur – Fullkomin sósa með kalkúninum og Wellington