fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Matur

Mexíkósk kjúklingasúpa að hætti Unu Guðmunds

Una í eldhúsinu
Föstudaginn 15. janúar 2021 19:30

Mynd: Una Guðmunds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmunds kemur hér með klassískar uppskriftir sem njóta alltaf mikilla vinsælda. Landsmenn hreinlega elska mexíkóskan mat og eru uppskriftir að honum alltaf með þeim vinsælustu á vefmiðlum hérlendis og tróna hinar ýmsu útgáfur af þessari súpu þar efst.

Mexíkó-kjúklingasúpa

3 stk. kjúklingabringur
1 tsk. salt
½ laukur, skorinn smátt
1 stk. rauð paprika, smátt söxuð
2 msk. ólífuolía
1,5 l vatn
1 stk. kjúklingateningur
1 tsk. kumin
1 tsk. cayennepipar
5 msk. chilisósa
1 dós saxaðir tómatar
4 msk. tómatþykkni

Meðlæti.
Nachos-snakk
Sýrður rjómi
Rifinn ostur

Byrjið á að skera niður kjúklingabringurnar í bita, steikið á pönnu og gegnsteikið.
Skerið papriku og lauk niður smátt og blandið saman við kjúklinginn á pönnunni.
Hitið upp vatn í potti og leysið upp kjúklingateninginn.
Bætið söxuðu tómötunum ásamt öllu hinu hráefninu saman í pottinn og látið sjóða og lækkið svo og látið malla við vægan hita, kjúklingurinn verður extra góður ef hann fær að malla í góðan tíma.

Berið fram með snakki, sýrðum rjóma og rifnum osti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði