fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Ókeypis kranabjór á völdum veitingstöðum og krám

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 11. maí 2021 11:03

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ölgerðin, framleiðandi Carlsberg bjórs á Íslandi, hefur lækkað verð á 330ml Carlsberg dósum umtalsvert í maí. Kostaði dósin áður 305 kr. en aðeins 249 kr. nú. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ölgerðinni sem má lesa hér að neðan.

„Með þessari verðlækkun vill Carlsberg Group gera fleiri neytendum kleift að bragða á Carlsberg, þar sem uppskriftin hefur tekið töluverðum breytingum til hins betra. Uppskriftin var bætt og var þá áfengisprósentan hækkuð úr 4,5% í 5% til að gefa bjórnum meiri fyllingu og bæta bragðgæði og til að ramma inn þessa breytingu er nú kynnt til leiks útlitsbreyting á dósinni sem framvegis verður með mattri áferð.

Einnig ætlar Carlsberg að bjóða Íslendingum sem aldur hafa til upp á ókeypis kranabjór, í samstarfi við vel valda veitingastaði og krár. Allir sem náð hafa aldri geta sótt sér frían kranabjór í gegnum appið Gefins, sem hægt er að sækja á snjallsíma í gegnum AppStore og GooglePlay. Með þessu vill Carlsberg Group sýna veitingamönnum samstöðu í verki, enda hefur veitingageirinn gengið í gegnum gríðarlega krefjandi tíma, og hvetja Íslendinga til að styðja við bakið á greininni. Á sama tíma er þó vert að minna neytendur á að fylgja þeim sóttvarnarreglum sem í gildi eru til hins ítrasta.

Carlsberg þarf vart að kynna fyrir íslenskum neytendum; bruggsmiðjan hefur verið starfandi frá árinu 1847 og hefur Carlsberg bjórinn verið fáanlegur hérlendis um áratuga skeið. Í dag er Carlsberg bruggaður hérlendis, og notað er íslenskt vatn við framleiðsluna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa