fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Ketó jógúrt boost fyrir alla fjölskylduna – fullkomið um helgar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 5. apríl 2021 13:00

Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Þóra byrjaði á sinni ketó vegferð fyrir 950 dögum og segir þennan tíma hafa verið ótrúlega magnaðan og lærdómsríkan í alla staði. Hún deildi nýlega með okkur hvað hún borðar á venjulegum degi.

Sjá einnig: Hanna Þóra hefur verið á ketó í 950 daga – Þetta borðar hún á venjulegum degi

Hér deilir hún uppskrift að jógúrt boosti fyrir alla fjölskylduna sem er fullkomið að gera um helgar.

Aðsend mynd.

Boost

  • 100 g grísk jógúrt
  • Frosin hindber eða önnur frosin ber
  • 1 tsk. Stevíudropar (vanillu– passa vel með hindberjabragðinu)
  • 2 dl klakar
  • 3 msk. rjómi

Toppur

  • Nokkur ber (hindber, jarðarber, bláber)
  • Uppáhaldssykurlausa nammistykkið ykkar

Aðferð

  1. Blandið hreinu grísku jógúrtinni saman við klaka, hindber og sætu eftir þörfum.
  2. Bætið smá rjóma saman við til að þynna og auka fituna. Mér finnst vanillu-stevíudropar passa einstaklega vel með, en einnig er hægt að nota sætu að eigin vali og bæta örlitlu af vanilludropum út í.
  3. Blandið vel saman í blandara þar til klakarnir eru fullkomlega blandaðir við jógúrtina og berin.
  4. Setjið í fallegt glas eða skál og toppið með nokkrum berjum að eigin vali.
  5. Ég skar niður hálft Raspberry cheesecake stykki frá GoodGood og setti ofan á.
  6. Þetta minnir mig helst á góðan, léttan bragðaref og passar vel með sem spari jógúrtskál eða í fallegan brunch.
  7. Skálin er lang best ísköld beint úr blandaranum.
  8. Ef þið viljið bjóða gestum upp á skálina er tilvalið að vera tilbúin með botninn í glösunum, búin að skera niður það sem fer á toppinn og blanda svo jógúrtina rétt áður en þið berið fram þetta góðgæti.

Fylgstu með Hönnu Þóru á Instagram og hannathora.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum