fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Fljótlegur og hollur tælenskur réttur – Fullkominn mánudagskvöldverður

Una í eldhúsinu
Mánudaginn 15. mars 2021 13:30

Mynd: Una Guðmunds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmundsdóttir mælir með léttum og bragðmiklum grænmetisrétti í súldinni sem nú herjar á landsmenn. „Hollur réttur sem einfalt er að út­búa og tilvalið er að nýta græn­metið í ísskápnum sem er á siðasta séns. Mér finnst gott að bera núðlur, hrísgrjón eða jafnvel góðar baunir fram með réttinum.“

Taílenskur karrýréttur

1 msk. kókosolía
300 g gulrætur
1 paprika rauð
½ paprika, appelsínugul
½ brokkólíhaus
1 hvítlauksrif
1 laukur
2 msk. rautt karrýmauk
1 msk. sojasósa
400 g kjúklingabaunir
500 ml kókosmjólk
2 msk. kókósmjöl, gróft
Ferskt kóríander
Kókosflögur
(Núðlur, hrísgrjón eða baunir að vild)

Byrjið á að skera gulræturnar niður í þunnar sneiðar og laukinn og paprikuna smátt.
Skerið brokkólíið gróflega niður.
Mér finnst best að rífa hvítlaukinn á fínu rifjárni.
Seikið grænmetið á pönnu upp úr kókosolíu.Skolið kjúklingabaunirnar vel með köldu vatni og bætið þeim saman við grænmetið á pönnunni.
Hellið kókosmjólkinni saman við og látið malla vel saman við vægan hita.

Að lokum er rauða karrýmaukinu bætt saman við ásamt sojasósunni og öllu leyft að malla vel saman í um 20-30 mínútur. Stráið kókosflögum og fersku kórí-anderi yfir áður en þið berið fram.
Bæði gott að bera fram eitt og sér í skál en einnig upplagt að sjóða núðlur með, spæla egg yfir þær (eggjanúðlur) eða hrísgrjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum