fbpx
Miðvikudagur 27.janúar 2021
Matur

Sláðu í gegn með þessum nestishugmyndum

DV Matur
Þriðjudaginn 15. september 2020 13:30

Mynd: Una Guðmunds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UNA Í ELDHÚSINU DEILIR HÉR FRÁBÆRUM HUGMYNDUM AÐ HOLLU OG GÓÐU NESTI.
Nú þegar skólarnir eru að byrja ákvað ég að setjast niður og leita hugmynda að góðu, hollu og fjölbreyttu nesti fyrir dætur mínar. Ég var allt of oft að gera nesti á síðustu stundu síðasta vetur, finna til bara eitthvað sem var til sem er svo sem í lagi suma daga en það er auðveldara og skemmtilegra að undirbúa nestið með fyrirvara og spyrja krakkana hvað þeim þyki sniðugt að taka með sem hollt nesti. Nestisboxin sem ég fann í Nettó frá Sistema merkinu eru fjölbreytt og skemmtileg, mismunandi stærðir og gerðir og svo eru alls konar týpur. Til dæmis fyrir jógúrt, og ávexti, ídýfu eða hummus. ásamt grænmeti.
Hummus frábært– sem álegg eða ídýfa
Innihald:
1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir
2 stór hvítlauksrif
2 msk. tahini
2 msk. sítrónusafi
1 tsk. paprikukrydd
40 ml ólífuolía
Salt og pipar eftir smekk
Mynd: Una Guðmunds

Aðferð:
1. Byrjið á að hella helmingnum af vatninu af kjúklingabaununum og setja þær í matvinnsluvél ásamt afgangnum af vatninu. Maukið þar til kekkjalaust.
2. Afhýðið hvítlauksrifin, pressið, og setjið þau út í matvinnsluvélina ásamt sítrónusafanum, tahini og paprikukryddinu, maukið í um 30 sekúndur, en styttra ef þið viljið grófari áferð.
3. Bætið ólífuolíunni út í í mjórri bunu og blandið varlega saman, ef hummusinn er of þykkur má bæta smá vatni saman við.
4. Síðast en ekki síst er humm­usinn kryddaður til með salti og pipar.
Mjög gott er að setja hummus í box ásamt gulrótum, blómkáli eða niðurskornum gúrkum.

Mynd: Una Guðmunds
Mini maískex, skemmtileg hugmynd, bæði hægt að dýfa í hummus eða smyrja með smjöri og osti.
Pinnar með osti, vínberjum, skinkurúllu og epli slá alltaf í gegn. Aðra daga er hægt að gera ávaxtaspjót til dæmis með appelsínu, banana, epli og peru.
Í stað þess að nota heimilisbrauð er sniðugt og góð tilbreyting að kaupa eitthvað annað brauð, hér á myndinni má sjá að ég notaði Jöklabrauð og Hafrabrauð, set sitthvora sneiðina og mynda samloku með smjöri, kalkúnaskinku og osti og sker svo niður í litla bita, en það eitt og sér að skera niður í litla bita getur slegið í gegn hjá yngri krökkunum.
Mynd: Una Guðmunds
Annað gott ráð til þess að breyta út frá samlokubrauðinu er það að smyrja góðri dressingu á tortillakökur, ég set gjarnan hvítlaukssósu, legg svo skinkusneiðar, ostsneiðar og þunna gúrkubita og rúlla tortilla pönnukökunum upp og sker svo niður í bita.
Mynd: Una Guðmunds

Jógúrtbox. Þarna er upplagt að setja gríska jógúrt í aðalboxið og skera svo ávexti niður eða setja hollt morgunkorn í efra lokið sem helst þurrt þar til þú ákveður að blanda öllu saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
15.12.2020

Vinsælustu uppskriftirnar á Google árið 2020

Vinsælustu uppskriftirnar á Google árið 2020
Matur
14.12.2020

Berglind uppljóstrar leyndarmálinu – Svona býrðu til Þristamúsina hans Simma

Berglind uppljóstrar leyndarmálinu – Svona býrðu til Þristamúsina hans Simma
Matur
08.12.2020

Kynbombutertan sem kyndir í – Rauð flauelisterta með rjómaostakremi

Kynbombutertan sem kyndir í – Rauð flauelisterta með rjómaostakremi
Matur
06.12.2020

Föstudagspitsa sem slær í gegn

Föstudagspitsa sem slær í gegn
Matur
29.11.2020

Þessi gamli góði klassíski heimagerði ís með kaffibragði & After eight súkkulaði

Þessi gamli góði klassíski heimagerði ís með kaffibragði & After eight súkkulaði
Matur
29.11.2020

Lykillinn að gómsætum ketó jólabakstri – Súkkulaðibitakökur með appelsínudropum

Lykillinn að gómsætum ketó jólabakstri – Súkkulaðibitakökur með appelsínudropum