fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Matur

5 uppáhalds eldhústæki Þóru

Fókus
Sunnudaginn 13. september 2020 16:59

Mynd: Íris Dögg Einarsdottir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Sigurðardóttir ritstjóri Matarvefs mbl.is deilir hér með okkur sínum uppáhalds 5 eldhústækjum. Þóra er gift matreiðslumanninum Völundi Snæ svo það er ljóst að það er ekki keypt hvað sem er í þeirra eldhús.


Poppvélin.
Ég rændi henni af stálpuðum guðsyni mínum. Ég elska popp og með poppvélinni eru brunaslys úr sögunni og ég poppa eins og vindurinn.

Sprullarinn.

Hann heitir það pottþétt ekki en er alltaf kallaður það á mínu heimili. Með þessu undratæki er allt kaffi á heimiliun smjörþeytt, kakó blandað og rjómi í neysluskömmtum þeyttur. Minn var gjöf frá tengdamömmu sem er hagsýnni en flestir og keypti hann notaðan á einhverjum markaði.

Ankarsrum hrærivélin.
Lang besta hrærivél í heimi. Hún er svo öflug, frábær og falleg að allar aðrar hrærivélar mega skammast sín.

Eldhúshnífarnir.
Eitt það sem fólk klikkar hvað helst á í eldamennsku er að fjárfesta í góðum hnífum. Þú þarft bara einn alvöru hníf en ég á allt frá kínverskri kjötöxi niður í örsmáan forláta japanskan grænmetishníf.

Samlokugrillið mitt.
Foreldrar mínir eiga samlokugrill sem á engan sinn líka og ég er alin upp á dýrindis samlokum sem að sumum finnast reyndar ekkert sérlega lystugar. Ég fjárfesti loksins í einu slíku grilli og vil meina að lífið sé ennþá skemmtilegra fyrir vikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar