fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Morgunarverðar tortilla-pítsa að hætti Pöttru

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 12. september 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pattra Sriyanonge notar örsjaldan uppskriftir og elskar að prófa sig áfram í eldhúsinu. Hún borðar allt sem hugurinn girnist sem er vægast sagt fjölbreytilegt. Hún deildi nýlega með okkur hvað hún borðar á venjulegum degi.

Sjá einnig: Pattra er alæta og trúir að allt sé gott í hófi – Þetta borðar hún á venjulegum degi

Hér deilir hún með okkur uppskrift að morgunverðar-tortilla pítsu.

Hráefni

Heilhveititortilla

Pítsusósa* eða rautt pestó. Mér finnast heimatilbúnar sósur langbestar en hér er klárlega hægt að fara auðveldari leiðir.

Rifinn mozarellaostur

Hráskinka má sleppa

Aspas

4 egg

Þurrkað óreganó

 

Aðferð

  1. Leggið tortillapönnuköku á pönnu eða plötu sem má fara inn í ofn.
  2. Makið pítsusósu yfir pönnukökuna og stráið svo osti ofan á, því næst hráskinku og aspas-strimlum.
  3. Næsta skrefið er að gera pláss fyrir eggin en mér finnst best að gera einhvers konar hreiður með aspasinum og skinkunni.
  4. Komið svo eggjunum vel fyrir. Stráið þurrkuðu óreganó yfir og bakið í ofninum við 185 gráður, undir- og yfirhita í sirka 8-15 mín.
  5. Það fer eftir því hvernig þið viljið hafa eggjarauðurnar eldaðar.
  6. Þessi uppskrift er mjög einföld og hægt að hafa þennan rétt sem morgunmat, í brönsinn eða jafnvel hádegisverð. Slær alltaf í gegn!

*Auðveld heimatilbúin pítsusósa

½ dós hakkaðir tómatar

1 ferna tómata-paste

Salt, svartur pipar

Cayenne-pipar

Þurrkað óreganó

Basilíka

Teskeið af hvítlauks- og laukdufti

Smá skvetta af hunangi

Öllu blandað vel saman með handafli eða í matvinnsluvél.

Cayennepipar og þurrkað óreganó og basilíka eftir smekk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum