Sjá einnig: Pattra er alæta og trúir að allt sé gott í hófi – Þetta borðar hún á venjulegum degi
Hér deilir hún með okkur uppskrift að morgunverðar-tortilla pítsu.
Heilhveititortilla
Pítsusósa* eða rautt pestó. Mér finnast heimatilbúnar sósur langbestar en hér er klárlega hægt að fara auðveldari leiðir.
Rifinn mozarellaostur
Hráskinka má sleppa
Aspas
4 egg
Þurrkað óreganó
- Leggið tortillapönnuköku á pönnu eða plötu sem má fara inn í ofn.
- Makið pítsusósu yfir pönnukökuna og stráið svo osti ofan á, því næst hráskinku og aspas-strimlum.
- Næsta skrefið er að gera pláss fyrir eggin en mér finnst best að gera einhvers konar hreiður með aspasinum og skinkunni.
- Komið svo eggjunum vel fyrir. Stráið þurrkuðu óreganó yfir og bakið í ofninum við 185 gráður, undir- og yfirhita í sirka 8-15 mín.
- Það fer eftir því hvernig þið viljið hafa eggjarauðurnar eldaðar.
- Þessi uppskrift er mjög einföld og hægt að hafa þennan rétt sem morgunmat, í brönsinn eða jafnvel hádegisverð. Slær alltaf í gegn!
*Auðveld heimatilbúin pítsusósa
½ dós hakkaðir tómatar
1 ferna tómata-paste
Salt, svartur pipar
Cayenne-pipar
Þurrkað óreganó
Basilíka
Teskeið af hvítlauks- og laukdufti
Smá skvetta af hunangi
Öllu blandað vel saman með handafli eða í matvinnsluvél.
Cayennepipar og þurrkað óreganó og basilíka eftir smekk.