fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Matur

Girnilegar ostakökur á korteri

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 5. júní 2020 18:30

Oreostakaka sem kætir og bætir helgina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmundsdóttir, matgæðingur DV, smellir hér í sumarlega rétti sem lágmarka inniveruna og hámarka ánægjustundir við matarborðið – úti eða inni.

 

Sumarlegar ostakökur með lime

1 pakki LU-kex
500 g rjómaostur
500 g rjómi
1 pakki Royal-vanillubúðingur
1 tsk. vanilludropar
60 g flórsykur
2 stk. lime

Myljið LU-kex í matvinnsluvél og setjið í botninn á glösunum. Þeytið rjóma létt, ekki stífþeyta hann.
Blandið Royal-vanillubúðingi saman við 1 dl af mjólk og kælið í ísskáp í um 10 mínutur og blandið honum svo saman við rjómann.
Þeytið rjómaostinn, flórsykurinn og vanilludropana saman við rjómablönduna.
Kreistið safa úr einu lime saman við blönduna.
Leggið blönduna yfir kexmylsnuna, skreytið með lime og kælið í um klukkustund áður en borið er fram.
Verði ykkur að góðu.

Límónuostakaka að hætti Unu Guðmundsdóttur.

Oreo-ostakökur

1 pakki Royal-vanillubúðingur
150 g flórsykur
500 g rjómi
500 g rjómaostur
1 tsk. vanilludropar
2 stk. Oreo-kexpakkar, ég notaði einnig míní Oreokex til að skreyta.

Byrjið á því að þeyta Royal-búðinginn saman við 1 dl af mjólk og kælið í ísskáp í um 10–15 mínútur.
Þeytið rjómann vel og blandið svo saman rjómaostinum og þeytið vel saman. Næst er flórsykrinum bætt saman við og vanilludropunum. Að lokum er vanillubúðingnum bætt saman við.
Oreo-kexkökurnar eru settar í matvinnsluvél eða blandarann og hakkaðar niður í fína mylsnu.  Setjið Oreo-kexmylsnuna í botninn og þar á eftir rjómaostablönduna. Skreytið svo að vild.
Best er að geyma ostakökurnar í kæli í um klukkustund áður en þær eru bornar fram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum