fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Matur

Fullkomið pasta í kosningapartýið

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 26. júní 2020 20:30

Guðdómlega girnilegt pasta. Mynd: Unabakstur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einfaldur og góður pastaréttur frá matgæðingnum okkar knáa, Unu Guðmundsdóttur á unabakstur.is Þessi réttur hentar vel sem kvöldverður og þá er fullkomið að gera ríflega af honum og nýta sem nesti eða hádegisverð daginn eftir.

 

Pastaréttur sem gleður
300 g pastaskrúfur
250 g kirsuberjatómatar skornir niður til helminga
90 g mozzarella-perlur (litlar ostakúlur)
50 g hráskinka
200 g ólífur
1 pakki, eða um 70 g, furuhnetur ristaðar létt á pönnu
1 búnt af basilíku
Parmesanostur rifinn yfir að lokum
Skvetta af olífuolíu

Byrjið á því að sjóða pasta í vel söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum. Sigtið vatnið frá og kælið.
Skvettið ólífuolíu yfir til að koma í veg fyrir að pastað klístrist saman.
Ristið furuhnetur létt á pönnu við lágan hita og leyfið þeim svo aðeins að kólna.
Skerið niður kirsuberjatómata til helminga, hráskinkuna er besta að skera í litlar ræmur.
Basilíkan er svo klippt niður, sumir vilja hafa litla bita af henni á meðan aðrir vilja hafa heil blöð.
Blandið öllu saman í skál, það er að segja pastanu, tómötunum, hráskinkunni, mozzarella-perlunum, ólífunum og furuhnetunum og hrærið öllu vel saman.
Rífið niður parmesan-ost að lokum og blandið honum saman við.

Ferskt pestó
70 g furuhnetur
1 búnt basilíka
150 g parmesanostur, rifinn niður
2 stk. hvítlauksgeirar
1 dl ólífuolía
Ég nota alltaf Stonewall Kitchen olíuna, en ég mæli með að nota góða ólífuolíu, hún getur verið verið svo mismunandi.
Smá salt
Setjið allt saman í matvinnsluvél og svo er um að gera að smakka og bæta í ef það vantar meira salt eða meiri hvítlauk svo eitthvað sé nefnt.
Blandið svo pestóinu saman við pastablönduna.

Verði ykkur að góðu.

 

Mynd: Una Guðmunds
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar