fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Matur

Pitsasnúðar sem fullkomna nestisboxið

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 31. maí 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Pitsusnúðar eru alltaf góðir og gott að eiga þá til í frysti og grípa með í nesti á morgnana, nú eða í útileguna. Skemmtilegt er að leyfa börnunum að hjálpa til og velja sitt álegg til að setja í sína snúða,“ segir Una Guðmundsdóttir matgæðingur DV.

Partýsnúðar

12 dl hveiti
1 bréf þurrger
4 dl mjólk (volg)
3 msk. ólífuolía
½ tsk. salt

Fyllinguna er svo gaman að hafa sem fjölbreyttasta, ég saxa gjarnan ólífur, pepperóní, sveppi og fleira gott með. Góð pitsusósa, óreganó og rifinn ostur eru lykilatriði og svo getur hver og einn útfært sína fyllingu.

Byrjið á því að blanda saman þurrgerinu og volgri mjólk. Setjið ólífuolíuna út í ásamt saltinu.
Setjið nánast allt hveitið saman við (gott að halda smáhveiti eftir til að hnoða með) og vinnið deigið vel.
Ég nota hnoðara á hrærivélinni minni og læt deigið hnoðast í um 5 mínútur.
Látið deigið hefast á hlýjum stað í að minnsta kosti 30 mínútur, oft gott að setja rakan klút eða stykki yfir hrærivélarskálina á meðan deigið er að hefa sig.
Þegar deigið er búið að hefa sig er það lagt á borð og munið að strá hveiti á borðið svo að deigið
festist ekki við. Hnoðið deigið vel saman, skiptið því í 2-3 hluta og fletjið út í aflanga hluta. Setjið góða pitsusósu, rifinn ost og allt það hráefni sem ykkur langar að hafa yfir deigið, rúllið svo upp og skerið hverja rúllu í um 10-12 bita. Leggið bitana á bökunarpappír / ofnplötuna, stráið óreganókryddi yfir og bakið við 220 gráður í 10-12 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum