fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Matur

Þýska góðgætið bjargar deginum – Hræódýrt hráefni og einfaldara en það sýnist

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 29. mars 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska góðgætið Brezel, það sem við köllum Pretzel, er tilvalið til að spreyta sig á þegar lítið annað er að gera. Ekki skemmir fyrir að hráefnin eru hræódýr og alls ekki eins flókið að gera Pretzel og maður heldur. Hægt er að leika sér með grunndeigið og búa til alls kyns skemmtilega brauðrétti sem nánast bráðna í munni. Þá er vert að taka fram að grunndeigið er algjörlega vegan.

Æðislegar Pretzel-brauðbollur er hægt að nota sem samlokubrauð eða hamborgarabrauð.

Pretzel-saltkringlur/Pretzel-brauðbollur

Hráefni:

1 1/2 bolli volgt vatn
1 msk. sykur
2 tsk. sjávarsalt
1 pakki þurrger (12 g)
2 msk. ólífuolía
4 1/2 bolli hveiti
smá bragðdauf olía
10 bollar vatn
2/3 bolli matarsódi
meira sjávarsalt

Aðferð:

Blandið vatni, sykri og sjávarsalti saman í stórri skál og stráið þurrgeri yfir blönduna. Leyfið þessu að standa í um 5 mínútur eða þar til blandan byrjar að freyða. Blandið ólífuolíu og hveiti saman við gerblönduna og hrærið þokkalega vel saman. Hnoðið deigið í 1 til 2 mínútur í skálinni, skellið deiginu svo á borð sem er búið að dusta hveiti á og hnoðið í 2 til 3 mínútur í viðbót. Smyrjið smá bragðdaufri olíu í skálina og dembið deigkúlunni ofan í hana. Setjið hreint viskastykki yfir skálina og leyfið þessu að hefast í 55 til 60 mínútur á volgum stað.

Stillið ofninn á 230°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Hellið vatni og matarsóda í stóran pott og látið koma upp suðu á hæsta hita. Á meðan vatnið er að hita sig búið þið til lengjur úr deiginu, eins stórar og þið viljið og mótið pretzel úr lengjunum. Þið getið einnig búið til bollur og skorið grunnt x í þær með borðhníf. Þegar vatnið er byrjað að bullsjóða skellið þið saltkringlunum/bollunum ofan í það, bara 1 til 2 í einu, og látið þær liggja í vatns- og matarsódablöndunni í 30 sekúndur. Takið saltkringlurnar upp úr vatninu og raðið á ofnplötuna. Stráið vel af sjávarsalti yfir kringlurnar og bakið í 14 til 16 mínútur, eða þar til kringlurnar eru orðnar dásamlega dökkar og djúsí.

Beyglurnar Þær eru bestar nýkomnar úr ofninum en líka ristaðar daginn eftir.

Heilhveiti Pretzel-beyglur

Hráefni:

1 1/2 bolli volgt vatn
3 msk. púðursykur
2 tsk. salt
1 bréf þurrger (12 g)
2 1/2 bolli hvítt hveiti
2 bollar heilhveiti
4 msk. ólífuolía
10 bollar vatn
2/3 bolli matarsódi
1 eggjarauða blönduð við 1 msk. af vatni
sjávarsalt
sesamfræ

Aðferð:

Blandið vatni, sykri og salti saman í stórri skál og stráið þurrgeri yfir blönduna. Leyfið þessu að standa í um 5 mínútur eða þar til blandan byrjar að freyða. Blandið ólífuolíu og hveiti saman við gerblönduna og hrærið þokkalega vel saman. Hnoðið deigið í 1 til 2 mínútur í skálinni, skellið deiginu svo á borð sem er búið að dusta hveiti á og hnoðið í 2 til 3 mínútur í viðbót. Smyrjið smá bragðdaufri olíu í skálina og leyfið deiginu að liggja þar. Setjið hreint viskastykki yfir skálina og leyfið þessu að hefast í 55 til 60 mínútur á volgum stað.

Stillið ofninn á 225°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Hellið vatni og matarsóda í stóran pott og látið koma upp suðu á hæsta hita. Á meðan vatnið er að hita sig búið þið til kúlur úr deiginu og búið til þokkalega stórt gat í þeim miðjum með fingri. Þegar vatnið er byrjað að bullsjóða skellið þið beyglunum ofan í það, bara 1 til 2 í einu, og látið þær liggja í vatns- og matarsódablöndunni í 30 sekúndur. Takið beyglurnar upp úr vatninu og raðið á ofnplötuna. Stráið vel af sjávarsalti og/eða sesamfræjum yfir beyglurnar og bakið í 10 til 12 mínútur.

Geggjaðar Ostafyllt Pretzel er dásamlegt.

Ostafylltar Pretzel-stangir

Hráefni:

1/4 bolli púðursykur
1 bolli volgt vatn
1 bréf þurrger (12 g)
2 msk. ólífuolía
3 bollar hveiti
8 bollar vatn
1/2 bolli matarsódi
sjávarsalt
ostur að eigin vali

Aðferð:

Blandið sykri, vatni og þurrgeri saman í skál og látið bíða í nokkrar mínútur þar til blandan freyðir. Blandið ólífuolíu saman við og síðan hveiti, einum bolla í einu. Hnoðið vel, fyrst í skál og síðan á borði. Smyrjið smá bragðdaufri olíu í skálina og setjið deigið ofan í. Setjið hreint viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í um klukkustund. Hitið ofninn í 225°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Skiptið deiginu í 10 til 12 jafnstóra hluta og búið til lengjur úr hverjum hluta sem þið fletjið ögn út með höndunum. Setjið vænan bút af osti í miðja lengjuna og klípið deigið saman frá hverri hlið þannig að deig hylji ostinn frá öllum hliðum. Hellið vatni og matarsóda í stóran pott og látið koma upp suðu á hæsta hita. Þegar vatnið er byrjað að bullsjóða skellið þið lengjunum ofan í það, bara 1 til 2 í einu, og látið þær sjóða í vatns- og matarsódablöndunni í 30 sekúndur. Raðið lengjunum á ofnplötuna. Stráið vel af sjávarsalti yfir þær og bakið í 10 til 12 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Skammar Solskjær
Matur
Fyrir 3 vikum

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði
Matur
Fyrir 3 vikum

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir
Matur
10.07.2020

Karamelluostakaka og Spaghetti carbonara – fullkomið matarboð

Karamelluostakaka og Spaghetti carbonara – fullkomið matarboð
Matur
06.07.2020

Yfirlýsing frá fyrrum starfsmönnum Messans – „Við fengum ekki aur úr þeirri sölu“

Yfirlýsing frá fyrrum starfsmönnum Messans – „Við fengum ekki aur úr þeirri sölu“