fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Við viljum franskar, sós’ og salat

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 9. febrúar 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með góðri máltíð er afar mikilvægt að hafa góða sósu sem passar réttinum sem er á boðstólnum. Hér eru nokkrar sósuuppskriftir sem gætu komið sósuhugmyndafluginu af stað og kynnt lesendum undraheiminn sem sósan býður upp á.

Skotheld hamborgarasósa

Hráefni:

1/2 bolli mæjónes
2 msk. tómatsósa
1 tsk. Dijon-sinnep
1 tsk. eplaedik
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1/2 tsk. paprikukrydd
1/2 tsk. laukkrydd
1/4 tsk. svartur pipar

Aðferð:

Setjið öll hráefni í skál og blandið vel saman. Kælið í eina klukkustund og njótið úrvalsútgáfu af okkar gömlu, góðu kokteilsósu.

Klassík Hamborgarinn verður betri með almennilegri sósu.

Hunangslegin barbeque-sósa

Hráefni:

1 bolli tómatsósa
1/2 bolli púðursykur
1/4 bolli eplaedik
2 msk. hunang
1 tsk. salt
1 tsk. paprikukrydd
1 tsk. hvítlaukskrydd
1 tsk. laukkrydd
1/2 tsk. svartur pipar

Aðferð:

Setjið öll hráefnin í pott og þeytið. Eldið yfir meðalhita þar til blandan sýður, lækkið þá hitann og látið malla í korter. Leyfið sósunni að kólna áður en hún er borin fram, en þessi geymist í tvær vikur í ísskáp og passar með alls kyns mat – allt frá rifjasteik til blómkálsvængja.

Heimagert Það er algjör óþarfi að kaupa barbikjúsósu út í búð.

Chimichurri

Hráefni:

1 bolli fersk steinselja
1 bolli ferskt kóríander
1 msk. ferskt oreganó
1/2 bolli laukur, saxaður
3 hvítlauksgeirar
1–2 msk. sítrónusafi, helst nýkreistur
2 msk. rauðvínsedik
salt og pipar eftir smekk
1/2 tsk. chili-flögur
1/2 bolli ólífuolía

Aðferð:

Setjið allt nema ólífuolíuna í matvinnsluvél og blandið vel þar til allt er orðið þokkalega smátt saxað. Bætið ólífuolíunni varlega saman við og blandið vel. Berið strax fram eða geymið í ísskáp. Þessi sósa á uppruna sinn í Argentínu og passar einstaklega vel með grilluðu kjöti. Þá er hún mjög góð í marineringu.

Græn og væn Klikkar ekki með kjötinu.

Bjór- og cheddar-sósa

Hráefni:

2 msk. smjör
3 msk. hveiti
240 ml nýmjólk
160 ml bjór
2 tsk. Worcestershire-sósa
1/2 tsk. Dijon-sinnep
1/2 tsk. hvítlaukskrydd
1/4 tsk. reykt paprikukrydd
1/4 tsk. salt
250 g cheddar-ostur, rifinn

Aðferð:

Bræðið smjör í meðalstórum potti yfir meðalhita. Bætið hveiti saman við og þeytið þar til þykknar, eða í um eina mínútu. Bætið mjólkinni varlega saman við og þeytið vel þar til sósan þykknar, í um eina mínútu. Blandið restinni af hráefnunum saman við, einu í einu og hrærið vel. Takið af hellunni og berið fram heita því hún er ekkert sérstaklega góð köld, en geymist í ísskáp í um viku. Þessi sósa er góð með alls kyns snarli, nýbökuðu pretzel-brauði eða í taco.

Djúsí Algjör negla hér á ferð.

Aioli

Hráefni:

1 egg
3 hvítlauksgeirar
1 msk. sítrónusafi
1 tsk. Dijon-sinnep
1/2 tsk. salt
1/2 bolli grænmetisolía
1/4 bolli ólífuolía

Aðferð:

Setjið egg, hvítlauk, sítrónusafa, sinnep og salt í matvinnsluvél og blandið vel saman. Hafið matvinnsluvélina í gangi og bætið grænmetisolíunni varlega saman við í þunnri bunu. Bætið síðan ólífuolíunni saman við á sama hátt. Berið fram með til dæmis kartöflubátum, kjöti eða nánast hverju sem er eða geymið í ísskáp í eina viku.

Slær alltaf í gegn Aioli er í raun bara hvítlauks mæjónes.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa