fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Matur

Umdeildi Foodco-samruninn samþykktur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Foodco, sem rekur meðal annars Aktu Taktu, Eldsmiðjuna og Saffran, er nú búið að sameinast fyrirtækinu Gleðipinnanum, sem stendur á bak við Hamborgarafabrikkuna, Keiluhöllina, Blackbox og Shake&Pizza. Samkeppniseftirlitið samþykkti samrunann fyrr í dag. Jóhannes Ásbjörnsson, eða Jói eins og hann er oftast kallaður, er einn af aðaleigendum nýja félagsins sem mun heita Gleðipinninn.

Þeir tíu veitingastaðir sem tilheyra Gleðipinnanum eru American Style, Hamborgarafabrikkan, Eldsmiðjan, Blackbox, Saffran, Pítan, Aktu taktu, Kaffivagninn, Roadhouse, Keiluhöllin og Shake&Pizza.

„Sumir staðirnir eiga að okkar mati skilið að fá aðeins meiri ást en þeir hafa fengið að undanförnu og ætlum við einmitt að ráðast í metnaðarfullar og ástríkar aðgerðir á næstunni. Við ætlum að leggja enn meiri áherslu á gæði enda má lengi gott bæta. Undir okkar hatti verða bæði rótgrónir staðir og nýrri í bland og við erum svo heppin að innan okkar hóps eru meistarakokkarnir Eyþór Rúnarsson, Karl Viggó Viggósson og Viktor Örn Andrésson, sem ásamt fleiri góðum ráðgjöfum munu koma að vöruþróuninni hjá okkur,“ sagði Jói í fréttatilkynningunni um samrunann í ágúst.

Sjá einnig: Jói fær kaldar kveðjur í Matartips

Fyrirhugaður samruni vakti mikla athygli íslenskra netverja og vönduðu Matartipsarar Jóa ekki kveðjurnar. Meðal þeirra ummæla sem netverjar létu falla eru:

„Gangi þér vel. Hingað til hefur foodco eignarhald þýtt ört hrakandi gæði og metnað. Með allir áherslu á hagnað. Bíðum og sjáum.“

„Takk fyrir samveruna og góðan mat. Með foodco í spilunum vitum við öll hver vegur gæðanna er. En menn gera það sem vilja og óska þér áframhaldandi velferðar.“

„Þú gerðir samning við djöfullinn… til hamingju með það.“

Hvað segja lesendur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum