fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Íslenskir veitingastaðir auglýsa samkeppnisaðila – Burger King auglýsir MacDonalds

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 15:01

Svarnir óvinir - en ekki lengur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingaiðnaðurinn er að liðast í sundur víða um heim sökum Covid-19 faraldursins með tilheyrandi samkomutakmörkunum og útgöngubönnum. Fjöldi veitingastaða hérlendis sem og erlendis hafa lagt upp laupana en skyndibitarisinn Burger King brá á það ráð að auglýsa samkeppnisaðila sína til að hvetja fólk til þess að versla við veitingastaði þrátt fyrir lokanir á veitingasölum.

Í auglýsingu frá Burger King biðlar skyndibitakóngurinn til viðskiptavina að versla við samkeppnisaðila.

„Pantið frá MacDonalds. Við bjuggust aldrei við því að biðja ykkur um þetta. Alveg eins og við bjuggust aldrei við því að hvetja þig til þess að panta frá KFC, Subway, Domino’s Pizza, Pizza Hut, Five Guys, Greggs, Taco Bell, Papa John´s, Leon eða nokkrum öðrum skyndibitastöðum sem eru of margir til að nefna hér. Í stuttu máli, pantið frá skyndibita-systrastöðum okkar (skyndi- eða ekki skyndibita stöðum.)

Við bjuggumst aldrei við að biðja ykkur um þetta en veitingastaðir með mörg þúsund manns í vinnu þurfa á stuðningi ykkar að halda.

Svo ef þú vilt hjálpa, skaltu halda áfram að fá þér gómsæta máltíð með heimsendingu, sækja eða renna við í lúgu. Það er alltaf best að fá sér Whopper en Big Mac er ekki svo slæmur.“

Íslenskir veitingamenn hafa tekið upp þessa leið að benda á samkeppnisaðila sína í von um að hvetja fólk til þess að versla mat á veitingarhúsum landsins og halda þannig atvinnulífinu gangandi.  Veitingastaðirnir Duck and Rose og The Launromat Café riðu á vaðið hérlendis og hefur athæfið mælst vel fyrir. Hvetja fyrirtækin fleiri veitingastaði til að upphefja samskeppnisaðila.

 

https://www.facebook.com/180972175275328/posts/3589506941088484/?d=n

https://www.facebook.com/duckandroservk/posts/187378536295120

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum