fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Matur

Þessir kókostoppar klikka aldrei

DV Matur
Laugardaginn 28. nóvember 2020 20:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmunds matgæðingur DV setti á sig jólasvuntuna og smellti í allt sitt uppá- haldsgúmmelaði fyrir jólin. Nú má byrja að sigta flórsykurinn og hlusta á jólalög.

Þessir kókostoppar klikka aldrei, geymast vel í frysti og tilvalið að skella í tvöfalda uppskrift og eiga eitthvað gómsætt með kaffinu á aðventunni.

500 g kókosmjöl
250 ml kókosrjómi
2 tsk. vanilludropar
1 tsk. möndludropar
30 g smjörlíki
300 g suðusúkkulaði

Byrjið á að bræða smjörlíki og látið aðeins kólna. Setjið kókosmjöl í skál og hellið smjörlíkinu saman við og hrærið saman með sleif. Bætið kókosrjómanum saman við ásamt vanillu- og möndludropunum og passið að allt blandist vel saman.

Myndið litlar kúlur úr deiginu á bökunarpappír, gott að miða við eina fulla teskeið.

Bakið við 180 gráður í um 15 mínútur, eða þar til að kókostopparnir eru gullinbrúnir að ofan.

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og dýfið hverjum og einum kókostopp ofan í og setjið þá á bökunarpappír, þannig að þeir standi á súkkulaðinu. Skreytið svo kókostoppana aðeins að ofan með bræddu súkkulaði.

Setjið í kæli í um klukkustund og berið svo fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“