Föstudagur 05.mars 2021
Matur

Tandoori-kjúklingur með kúskússalati og límónusósu að hætti Heiðu Bjargar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 15. nóvember 2020 15:30

Heiða Björg Hilmisdóttir. Mynd/Stefán/Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, deildi nýverið með okkur hvað hún borðar á venjulegum degi.

Hér deilir hún með okkur uppskrift að tandoori-kjúkling með kúskússalati og límónusósu.

Sjá einnig: Þetta borðar Heiða Björg á venjulegum degi

Tandoori-kjúklingur með kúskússalati og límónusósu

Fyrir 5

4 kjúklingabringur (u.þ.b. 800 g)

½ tsk salt og smá hvítur pipar

4 msk tandoorikrydd

2 msk góð grænmetisolía

Kúskússalatið góða:

5 dl vatn

2 msk ólífuolía

½  tsk flögusalt

2 ½ dl kúskús

½ laukur

2 hvítlauksgeirar

1 rautt chili

½  gúrka

1 avókadó

1 msk sítrónusafi

1 dl saxaður graslaukur (má setja vorlauk)

1 dl kóríander, saxað

2 tsk sesamolía

2 msk ólífuolía

Límónusósa:

1 sítróna, safi

1 límóna, safi

2 dl rjómaostur

Aðsend mynd.

Aðferð:

 1. Skerið kjúklingabringurnar í jafnstóra bita. Stærðin skiptir ekki höfuðmáli en ef þeir eru jafn stórir eru þeir gegnsteiktir á sama tíma og þá er ekki hætta á að sumir bitar verði ofsteiktir og aðrir of lítið steiktir.
 2. Setjið tandoori-krydd og salt og pipar í djúpan disk og veltið kjúklingabitunum upp úr því Hellið olíu í pönnu og steikið bringurnar  á pönnunni við meðal hita þannig að þær brúnist jafnt að utan.
 3. Setjið u.þ.b. ½ dl af vatni á pönnuna, setjið lokið á og lækkið hitann og látið bringurnar eldast í gegn eða þar hitamælir sýnir 65°C kjarnhita. Þetta gæti tekið um það bil 20 mínútur. (Ef þú átt ekki kjarnhitamæli getur þú  prófað að skera einn bita í sundur til að fullvissa þig um að hann sé hvítur í gegn).
 4. Setjið 5 dl vatn í pott ásamt 2 msk af ólífuolíu og 1 tsk af salti og látið suðuna koma upp.
 5. Takið af hitanum, setjið kúskús út í, blandið saman og setjið lokið yfir. Látið standa í 5 mínútur.  Saxið lauk í þunnar ræmur, merjið hvítlaukinn létt með hnífnum og saxið smátt.
 6. Skerið chili í tvennt og skafið fræin úr og saxið smátt. Flysjið gúrkuna með kartöfluskrælara og skerið í tvennt.
 7. Skafið fræin innan úr með teskeið og skerið gúrkuna í litla teninga. Blandið kúskúsgrjónunum og grænmeti saman.
 8. Skerið avókadó í bita, setjið þá út í og kreistið smá sítrónusafa yfir ( það kemur í veg fyrir að avókadóið verði dökkt að lit í salatinu).
 9. Saxið graslauk og kóríander og hrærið létt  saman við ásamt ólífu- og sesamolíu.
 10. Setjið allt sem á að fara í sósuna í matvinnsluvél og maukið saman.
 11. Leggið salatið á diska eða eitt stórt fat. Raðið kjúklingabitunum ofan á og berið fram með límónusósunni.  Ef tími vinnst til skelli ég í fljótlegt Naan brauð

Gerlaust naan-brauð

6 stykki

8 dl hveiti

1 tsk lyftiduft

¾ tsk salt

2 msk olía

1½ dl hreint jógúrt

1 egg

1½ dl mjólk

olía til að pensla brauðið

Aðferð:

 1. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í skál og olíu, egg, jógúrt og mjólk í annarri skál. Hrærið þetta síðan allt saman og látið standa aðeins og jafna sig.
 2. Stillið ofninn eins hátt og hann kemst, það er algengt að það sé 250°C.  Hnoðið deigið og skiptið í 6 jafna bita. Mótið hringlaga kökur,u.þ.b. 25×15 cm.
 3. Setjið á bökunarplötu og bakið brauðin þar til þau hafa tekið lit, það tekur um það bil 5 mínútur.  Penslið brauðin með smá olíu þegar þau koma úr ofninum og vefjið inn í viskustykki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
31.01.2021

Gerðu veturinn ögn sumarlegri með gómsætu vatnsmelónusalati

Gerðu veturinn ögn sumarlegri með gómsætu vatnsmelónusalati
Matur
31.01.2021

Bananabrauð sem allir geta gert – Nýtið gömlu bananana

Bananabrauð sem allir geta gert – Nýtið gömlu bananana
Matur
23.01.2021

Jói Gleðipinni elskar hamborgara – Stefán Karl á Fabrikkunni einn sá besti úr eigin vopnabúri

Jói Gleðipinni elskar hamborgara – Stefán Karl á Fabrikkunni einn sá besti úr eigin vopnabúri
Matur
23.01.2021

Þetta borðar Ragga Nagli á venjulegum degi

Þetta borðar Ragga Nagli á venjulegum degi