fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Matur

Sykursætur súkkulaðidraumur í skammdeginu – Toblerone bomba

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 27. október 2020 19:38

Mynd: Una Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver elskar ekki súkkulaðimús og Toblerone?

Hér er kominn einstaklega góður desert sem sameinar þetta tvennt. Una Guðmundsdóttir á unabakstur.is mælir heilhugar mðe smá „tríti“ í kvöld.

6 dl rjómi
3 egg
100 g Toblerone súkkulaði
200 g Toblerone súkkulaði hvítt

Fersk ber að eigin vali hindber, jarðarber svo eitthvað sé nefnt.

Byrjið á hvítu músinni, en þá er byrjað að þeyta 4 dl af rjóma.
Bræðið 200 g af hvítu Toblerone yfir vatnsbaði.
Hrærið 2 egg í skál og hrærið súkkulaðið saman við.
Blandið svo rjómanum saman við.
Setjið í glös og inn í ísskáp í um 5 mínútur, á meðan útbúið þið hinn helminginn.

Byrjið á að þeyta 2 dl af rjóma.
Bræðið 100 g Toblerone yfir vatnsbaði.Hrærið egg í skál, blandið súkkulaðiblöndunni út í og hrærið.
Að lokum er rjómanum bætt saman við.

Takið hvítu músina út úr kæli og hellið dekkri blöndunni yfir þá hvítu, setjið hindber og smá flórsykur til skreytingar og inn í kæli í um 3-4 klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar