fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Svarar fyrir bjórauglýsingarnar – „Mögulega einhver misskilningur þarna á ferðinni“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 16. október 2020 16:20

Samsett mynd - Annars vegar af Sturlaugi Jóni Björnssyni (ljósmyndari Haraldur Jónasson) og hins vegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra (ljósmyndari Valgarður Gíslason)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun greindi DV frá auglýsingum Borgar Brugghúss sem birtust í gær. Í auglýsingunum var nýr áfengislaus Bríó auglýstur, og þá sérstaklega að hann væri að finna í matvöruverslunum. Auglýsingarnar voru þrjár og á þennan veg:

„Áslaug athugaðu. Það þarf ekki alltaf að vera vín. Alvöru bjór með humrinum. Bríó áfengislaus.“

„Ungir sjálfstæðismenn athugið. Alvöru bjór er kominn í matvöruverslanir. Bríó áfengislaus.“

Þið getið hækkað áfengisgjöldin. Mér er alveg sama. Bríó áfengislaus.“

Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari Borgar Brugghúss, tjáði sig um auglýsingarnar við DV. Hann sagði þær ekki vísa til áfengisfrumvarpa Áslaugar, heldur væri verið að benda þeim sem væru líklegir til að vera spenntir yfir því að fá bjór í verslanir að nú væri loks íslenskur bjór fáanlegur í matvöruverslunum. Hann sagði að þau hjá Borg væru sérlega ánægð með bjórinn, þá sérstaklega með bragðið á honum en um áfengislausan bjór er að ræða.

“Það er nú mögulega einhver misskilningur þarna á ferðinni.  Við erum ekki að vísa til þessara frumvarpa að einu eða neinu leiti.  Þarna er um að ræða orðsendingar til upplýsinga um vöru sem við vorum að senda frá okkur og markar meðal annars þau tímamót að vera fyrsti íslenski alkóhóllausi bjórinn. Það er þó ekki það endilega sem við erum ánægðust með heldur er það bragðið.  Þarna er ekki um að ræða einhverja útþynnta vatnsútgáfu heldur alvöru bjór sem við bruggum með nokkrum að bestu humlum heims; Citra, Mosaic og svo hinum margrómuðu Helletauer Mittelfruh sem slógu heldur betur í gegn hérlendis í fyrsta Bríó-num fyrir um áratug.

Þarna erum við sem sagt að bjóða upp á drykk í hæsta klassa sem hentar frábærlega til að njóta, hvort sem hann er stakur eða með td humri, pizzum, léttum kjúklingaréttum og fleiru. Orðsendingunni er því beint til þeirra sem við teljum vera spenntir fyrir slíku og svo þeirra sem þurfa ekki lengur að bíða eftir að fá alvöru bjór í matvöruverslanir.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa