fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fókus

Nýjar auglýsingar frá Ölgerðinni vekja athygli – „Áslaug athugaðu. Það þarf ekki alltaf að vera vín.“

Fókus
Föstudaginn 16. október 2020 09:30

Mynd: Samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlustendur Rásar 2 tóku eftir óvenjulegri bjórauglýsingu í gær sem hljóðaði svo „Áslaug athugaðu. Það þarf ekki alltaf að vera vín. Alvöru bjór með humrinum. Bríó áfengislaus.“ Er þar vísað til áfengisfrumvarps dómsmálaráðherra, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hefur nafn dómsmálaráðherra ekki verið dregið inn í auglýsingaherferðir með þessum hætti áður en fyrir skemmstu auglýst Geir Ólafsson tónleika með því að nefna Gísla Martein Baldursson á nafn.

Líkt og DV greindi frá fyrir skemmstu hyggst dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp þar sem heimiluð verður sala áfengis í netverslunum. Slík sala er þegar lögleg um alla Evrópu og geta Íslendingar keypt áfengi af erlendum netverslunum og fengið sent heim að dyrum. Þá hefur Áslaug tilkynnt að í frumvarpinu verði einnig heimilið sala á öli á framleiðslustað. Yrði svokölluðum handverks brugghúsum, að ýmsum skilyrðum uppfylltum, heimilað að selja eigin framleiðslu í smásölu í brugghúsum sínum.

Önnur auglýsing fylgdi fast á eftir „Ungir sjálfstæðismenn athugið. Alvöru bjór er kominn í matvöruverslanir. Bríó áfengislaus“ Ölgerðin Egill Skallagrímsson rekur Borg brugghús og ber ábyrgð á auglýsingunum.

Þriðja auglýsingin hljómar á þessa leið „Þið getið hækkað áfengisgjöldin. Mér er alveg sama. Bríó áfengislaus.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður fórnar sér – „Þetta er það allra versta sem ég hef gert“

Blaðamaður fórnar sér – „Þetta er það allra versta sem ég hef gert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auddi Blö á von á sínu öðru barni – Deilir sónarmynd

Auddi Blö á von á sínu öðru barni – Deilir sónarmynd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband