fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Missti 63 kíló á „leti-ketó“ – „Ég er ekki að nota einhver gröf eða reiknivélar“

DV Matur
Föstudaginn 10. janúar 2020 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stephanie Laska, 46 ára, hélt að hún væri að gera allt rétt með því að borða granóla-stykki og þurrkaða ávexti alla daga. En illa gekk að fá vigtina til að hreyfa sig í rétta átt.

Hún var vön að hreyfa sig og átti í engum vandræðum með blóðþrýsting, en segist þó hafa verið „algjörlega í afneitun.“

„Í fyrsta skipti sem ég áttaði mig á að ég ætti við vandamál að stríða var þegar ég þurfti að fljúga fyrir atvinnuviðtal og ég gat ekki fest öryggisbeltið,“ segir Stephanie við New York Post.

Stuttu seinna átti hún ömurlega upplifun í Disney Land með syni sínum þegar hún og sonur hennar fóru í leiktæki og magi hennar hindraði að öryggisstöngin gæti fest sig.

„Það var risastórt bil og hann var alls ekki öruggur í sætinu sínu. Ég panikkaði og fannst ég þarna hafa náð botninum. Það er eitt að skammast sín vegna sætisbeltis, en það er annað þegar barnið mitt er bókstaflega í hættu.“

Þegar hún kom heim talaði hún við vin sinn sem var mjög þungur.

„Hann sagði mér frá því hvernig hann borðaði meira af fituríkum mat, hóflegt magn af próteini og lítið af kolvetnum, eiginlega ketó,“ segir Stephanie.

„Þannig ég byrjaði að rannsaka þetta og prófa mig áfram í eldhúsinu. Ég elska að borða og þurfti mataræði sem myndi leyfa mat.“

Eftir smá tilraunaskeið missti hún 4,5 kíló á einum mánuði og kílóin héldu áfram að fjúka. Einu og hálfu ári seinna hafði hún misst rúmlega 63 kíló.

Óhreint ketó

Það eru komin sjö ár síðan Stephanie missti öll þessi kíló og henni hefur tekist að halda kílóunum í burtu með því að fylgja því sem hún kallar „óhreint ketó“ eða dirty keto.

„Óhreint ketó þýðir að þú brýtur reglurnar. Þú ert sveigjanlegri. Þegar ég segi „leti-ketó“ (e. lazy keto) þá er það tegund af ketó sem telur aðeins kolvetni mínus trefjar (e. net carbs). Ég er ekki að nota einhver gröf eða reiknivélar.“

Ráð

„Eftir langan dag var ég vön að borða tvo poka af poppi eða hnetur. Nú borða ég risa stóra skál af salati eða ketó-pítsu,“ segir Stephanie. Hún mælir með því að vera búin að skera grænmeti niður svo það sé auðveldara að grípa í það þegar þú finnur fyrir þörf að narta eða vilt henda í fljótlegan kvöldverð.

„Ég geymi líka hollari matinn við augnhæð í ísskápnum,“ segir hún. Hún gerir einnig oft stóran Insant Pot af kjúkling eða kalkún á sunnudögum eða mánudögum sem hún notar síðan í rétti og salöt alla vikuna.

Stephanie hefur skrifað bókina The Dirty, Lazy, Keto Cookbook. Hugmyndin á bak við bókina er sú að ketó þarf ekki að vera svona alvarlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa