fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Vigdís Hauks breytti um lífsstíl og kílóin fuku burt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 15:50

Vigdís Hauksdóttir. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fylgir lágkolvetnamataræði. Hún ákvað að breyta um lífsstíl og deilir hér hvað hún borðar á venjulegum degi.

„Ég er í sumarfríi þannig að dagarnir hjá mér núna eru mjög frjálsir. Starf borgarfulltrúans einkennist af miklum fundarsetum og geta fundirnir stundum verið langir og strangir. En ég kvarta ekki því þetta er skemmtilegt starf og árangursríkt, ef maður sinnir því vel. Oftast byrja fundirnir klukkan níu og ég reyni að komast á æfingu fyrir þá, því ég er ekki síðdegistýpan í ræktinni. Mikil undirbúningsvinna fylgir hverjum fundi, því það eru gríðarlega mörg mál á dagskrá og mikið lesefni með hverjum dagskrárlið sem maður þarf að setja sig inn í, og oft að skrifa bókanir líka. Ég er því oft að vinna langt fram á kvöld daginn fyrir fundi, þá sérstaklega í borgarráði og skipulags- og samgönguráði,“ segir Vigdís.

„Þann 1. mars á síðasta ári ákvað ég að breyta um lífsstíl, því ég var orðin allt of feit eftir kyrrsetuár í borgarstjórn. Ég hóf að æfa af krafti, hreyfa mig mikið úti við og fór á lágkolvetnafæði. Það reyndist mér mjög happadrjúgt og ég er allt önnur manneskja í dag. Kílóin bókstaflega fuku. Núna reyni ég að fara á æfingu að minnsta kosti þrisvar í viku. Þegar ég var að byrja átakið fór ég fimm sinnum í viku til að koma öllu í gang. Það þarf hörku sjálfsaga í að byrja í svona átaki – en mér tókst það.“

Lágkolvetnamataræði

Vigdís er nær eingöngu á lágkolvetnafæði og forðast sykur og annan kolvetnaríkan mat.

„Það er svo lítið mál þegar maður venur sig á það. Einfalda lýsingin á þessu fæði er óunnar afurðir, kjöt og fiskur og svo ríkulegt grænmeti. Passa verður upp á að borða mikið af fitu, sem sagt feitt kjöt, mikið af smjöri og svo framvegis. Ég á alltaf harðfisk í ísskápnum til að narta í ef matarlöngun kemur yfir mig á kvöldin. Feitir ostar eru líka mitt uppáhald. Í stað þess að hafa kartöflur með máltíð sýð ég annaðhvort blómkál eða brokkolí. Einföld regla í þessu fæði er að ekki á að borða grænmeti sem vex og þroskast neðanjarðar, sem sagt gulrætur, rófur, kartöflur og annað slíkt. Bara á að borða grænmeti sem ræktað er ofanjarðar,“ segir hún.

Vigdís eyðir miklum tíma í eldhúsinu og segir að uppáhaldsheimilisstarf hennar sé eldamennska. „En ég er enginn bakari. Ég fer aldrei eftir uppskriftum, heldur set ég mitt mark á matinn. Ég held ég sé góður kokkur því fólk elskar að koma til mín í mat.“

Matseðill Vigdísar

Morgunmatur

Ég er mjög lystarlaus á morgnana, ef það er fundur þá fæ ég mér þær veitingar sem passa inn í prógrammið, sem sagt eggjahræru og grænmeti. Ef ekki er fundur þá fæ ég mér eitt harðsoðið egg.

Hádegismatur

Ef ég er á fundum þá fæ ég mér aðalrétt og grænmeti. Ef ég er heima þá fæ ég mér gjarnan túnfisk, egg og svartar ólívur.

Kvöldmatur

Annaðhvort kjöt eða fiskur og fullt af grænmeti, soðið, svissað eða ósoðið.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa