fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Matur

Svona býrðu til kaffirjómann sem er að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum – Aðeins þrjú hráefni

Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 26. mars 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vantar þig einfalt en skemmtilegt verkefni til þess að brjóta upp daginn? Langar þig í kaffi? Áttu sykur og instant kaffi í búrskápnum?

Þá uppfyllirðu öll skilyrðin til þess að halda áfram með að búa til kraftaverkakaffifroðu! Þessi kaffidrykkur hefur verið gríðarlega vinsæll á samfélagsmiðlum undanfarið, sérstaklega TikTok.

Til þess að búa til þessa silkimjúku, glansandi og fallegu kaffifroðu þarf einungis þrjú innihaldsefni.

 

  • Instant skyndikaffi að eigin vali.
  • Sykur.
  • Soðið vatn.

Ekkert annað!

Og samsetningin gæti ekki verið einfaldari. Hlutföllin eru einfaldlega 1/1/1 sem þýðir að þú mælir jafnt magn af vatni, sykri og skyndi kaffi.

Emmy, sú sem heldur úti YouTube rásinni emmymadeinjapan gefur upp þessa uppskrift í myndbandi sínu.

  • 2 msk instant kaffi
  • 2 msk sykur
  • 2 msk soðið vatn.

Svo einfaldlega þeytirðu innihaldsefnin saman þar til úr verður dásamleg kaffifroða sem þú getur t.d. sett ofan á heita eða ískalda mjólk, borðað með súkkulaðiköku eða hverju sem þér dettur í hug.

 

Einfaldast er að nota handþeytara eða þeyta í hrærivél, en ef þú átt hvorugt, eða vilt eyða nokkrum kaloríum áður en þú dýfir andlitinu ofan í þessa dásemd, þá er að sjálfsögðu hægt að þeyta með venjulegum þeytara.

Emmy prófaði einnig aðra aðferð til að búa til kaffifroðuna þar sem hlutföllin voru öðruvísi. Froðan verður sætari og þar notar hún ísvatn í stað heita vatnsins.

  • 20 gr skyndikaffi
  • 200 gr sykur
  • 160 ml ísvatn

Aðferðin er sú sama.

Emmy setti sína froði á súkkulaði muffins. Hvað ætlar þú að gera við þína kaffifroðu?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar